Fólkið í Gambíu fær útsæði frá Íslandi 6. júlí 2012 04:30 Hér sést Birna Halldórsdóttir að störfum, en hún er stjórnandi á vettvangi fyrir hönd Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hóf að dreifa matvælum, útsæði og áburði í Gambíu í vikunni. Áætlað er að 35 þúsund manns fái slíka aðstoð frá Íslandi og mun aðgerðinni ljúka á næstu dögum. Mikil hungursneyð vofir yfir íbúum Gambíu en þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi í kjölfar meiriháttar uppskerubrests. „Það hefur gengið mjög vel að dreifa. Það eru náttúrlega rigningar sem hafa tafið, en dreifingin hefur gengið mjög vel,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða kross Íslands. Hann segir íbúa Gambíu verulega hjálparþurfi. „Ástandið hefur verið að versna smám saman undanfarna mánuði í kjölfar mikils uppskerubrests. Fólk borðar fyrst og fremst hrísgrjón og hrísgrjónauppskeran var aðeins tuttugu prósent af því sem venjan er,“ segir Þórir og bætir við að ekki hafi bætt úr skák að aðaltekjulind fólksins, jarðhneturækt, hafi einnig hrunið á sama tíma um 70 prósent. „Munurinn á venjulegu árferði og nú er að hinn svokallaði hungurtími er miklu lengri þannig að heilu fjölskyldurnar eiga erfitt með aðdrátt, jafnvel í fimm til sex mánuði. Og þá óttumst við að stefni í hungursneyð verði ekkert að gert. Við höfum einbeitt okkur að þeim sem eru verst staddir í ákveðnum héruðum Gambíu,“ segir Þórir en sjálfboðaliðar gambíska Rauða krossins hafa hlotið þjálfun í því að velja hverjir eigi að fá aðstoð. Megináhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum með yngri börn, enda eiga smábörn mest á hættu að skaðast af vannæringu. „Það er verið að reyna að velja þá sem eru í mestri þörf, það eru klárlega fjölskyldur með mörg börn og fjölskyldur þar sem menn eru byrjaðir að halda í við sig í mat og hafa lítið á milli handanna,“ segir Þórir. Rauði kross Íslands stendur af þessu tilefni fyrir fjársöfnun vegna hjálparstarfsins í Gambíu. katrin@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Rauði kross Íslands hóf að dreifa matvælum, útsæði og áburði í Gambíu í vikunni. Áætlað er að 35 þúsund manns fái slíka aðstoð frá Íslandi og mun aðgerðinni ljúka á næstu dögum. Mikil hungursneyð vofir yfir íbúum Gambíu en þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi í kjölfar meiriháttar uppskerubrests. „Það hefur gengið mjög vel að dreifa. Það eru náttúrlega rigningar sem hafa tafið, en dreifingin hefur gengið mjög vel,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða kross Íslands. Hann segir íbúa Gambíu verulega hjálparþurfi. „Ástandið hefur verið að versna smám saman undanfarna mánuði í kjölfar mikils uppskerubrests. Fólk borðar fyrst og fremst hrísgrjón og hrísgrjónauppskeran var aðeins tuttugu prósent af því sem venjan er,“ segir Þórir og bætir við að ekki hafi bætt úr skák að aðaltekjulind fólksins, jarðhneturækt, hafi einnig hrunið á sama tíma um 70 prósent. „Munurinn á venjulegu árferði og nú er að hinn svokallaði hungurtími er miklu lengri þannig að heilu fjölskyldurnar eiga erfitt með aðdrátt, jafnvel í fimm til sex mánuði. Og þá óttumst við að stefni í hungursneyð verði ekkert að gert. Við höfum einbeitt okkur að þeim sem eru verst staddir í ákveðnum héruðum Gambíu,“ segir Þórir en sjálfboðaliðar gambíska Rauða krossins hafa hlotið þjálfun í því að velja hverjir eigi að fá aðstoð. Megináhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum með yngri börn, enda eiga smábörn mest á hættu að skaðast af vannæringu. „Það er verið að reyna að velja þá sem eru í mestri þörf, það eru klárlega fjölskyldur með mörg börn og fjölskyldur þar sem menn eru byrjaðir að halda í við sig í mat og hafa lítið á milli handanna,“ segir Þórir. Rauði kross Íslands stendur af þessu tilefni fyrir fjársöfnun vegna hjálparstarfsins í Gambíu. katrin@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira