Nýr foss orðinn til við Hrauneyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2012 17:45 Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. Aflið jafngildir 35 megavöttum. Þetta er þó engin náttúrusmíð heldur mannanna verk. Fossinn, eða kannski flúðirnar, er afleiðing af tilfærslu vatnafarvega Tungnaár neðan Hrauneyjafossvirkjunar, í þeim tilgangi að virkja aflið í Búðarhálsvirkjun, sem nú er smíðum. Vatnið fossar fram af 170 metra breiðri yfirfallsrennu væntanlegrar Sporðöldustíflu, sem verður byggð upp á næstu mánuðum sem meginstífla hinnar nýju virkjunar. Þessi manngerði foss mun þó aðeins sjást svona tilkomumikill í rúmt ár því hann mun hverfa síðla næsta sumars þegar byrjað verður að safna vatni í fyrirhugað virkjunarlón. Ef ástæða þykir til að taka vatnið af Búðarhálsvirkjun vegna viðhalds gæti fossinn hugsanlega sést aftur eftir nokkra áratugi. Fossinn er neðst í Þóristungum, um þrjá kílómetra norðaustan við hálendismiðstöðina Hrauneyjar, skammt neðan við brúna yfir afrennsli Hrauneyjafossvirkjunar. Tengdar fréttir Vinnan á Búðarhálsi í hámarki Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. 4. júlí 2012 21:00 Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. Aflið jafngildir 35 megavöttum. Þetta er þó engin náttúrusmíð heldur mannanna verk. Fossinn, eða kannski flúðirnar, er afleiðing af tilfærslu vatnafarvega Tungnaár neðan Hrauneyjafossvirkjunar, í þeim tilgangi að virkja aflið í Búðarhálsvirkjun, sem nú er smíðum. Vatnið fossar fram af 170 metra breiðri yfirfallsrennu væntanlegrar Sporðöldustíflu, sem verður byggð upp á næstu mánuðum sem meginstífla hinnar nýju virkjunar. Þessi manngerði foss mun þó aðeins sjást svona tilkomumikill í rúmt ár því hann mun hverfa síðla næsta sumars þegar byrjað verður að safna vatni í fyrirhugað virkjunarlón. Ef ástæða þykir til að taka vatnið af Búðarhálsvirkjun vegna viðhalds gæti fossinn hugsanlega sést aftur eftir nokkra áratugi. Fossinn er neðst í Þóristungum, um þrjá kílómetra norðaustan við hálendismiðstöðina Hrauneyjar, skammt neðan við brúna yfir afrennsli Hrauneyjafossvirkjunar.
Tengdar fréttir Vinnan á Búðarhálsi í hámarki Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. 4. júlí 2012 21:00 Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Vinnan á Búðarhálsi í hámarki Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. 4. júlí 2012 21:00
Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00