Nýr foss orðinn til við Hrauneyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2012 17:45 Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. Aflið jafngildir 35 megavöttum. Þetta er þó engin náttúrusmíð heldur mannanna verk. Fossinn, eða kannski flúðirnar, er afleiðing af tilfærslu vatnafarvega Tungnaár neðan Hrauneyjafossvirkjunar, í þeim tilgangi að virkja aflið í Búðarhálsvirkjun, sem nú er smíðum. Vatnið fossar fram af 170 metra breiðri yfirfallsrennu væntanlegrar Sporðöldustíflu, sem verður byggð upp á næstu mánuðum sem meginstífla hinnar nýju virkjunar. Þessi manngerði foss mun þó aðeins sjást svona tilkomumikill í rúmt ár því hann mun hverfa síðla næsta sumars þegar byrjað verður að safna vatni í fyrirhugað virkjunarlón. Ef ástæða þykir til að taka vatnið af Búðarhálsvirkjun vegna viðhalds gæti fossinn hugsanlega sést aftur eftir nokkra áratugi. Fossinn er neðst í Þóristungum, um þrjá kílómetra norðaustan við hálendismiðstöðina Hrauneyjar, skammt neðan við brúna yfir afrennsli Hrauneyjafossvirkjunar. Tengdar fréttir Vinnan á Búðarhálsi í hámarki Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. 4. júlí 2012 21:00 Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. Aflið jafngildir 35 megavöttum. Þetta er þó engin náttúrusmíð heldur mannanna verk. Fossinn, eða kannski flúðirnar, er afleiðing af tilfærslu vatnafarvega Tungnaár neðan Hrauneyjafossvirkjunar, í þeim tilgangi að virkja aflið í Búðarhálsvirkjun, sem nú er smíðum. Vatnið fossar fram af 170 metra breiðri yfirfallsrennu væntanlegrar Sporðöldustíflu, sem verður byggð upp á næstu mánuðum sem meginstífla hinnar nýju virkjunar. Þessi manngerði foss mun þó aðeins sjást svona tilkomumikill í rúmt ár því hann mun hverfa síðla næsta sumars þegar byrjað verður að safna vatni í fyrirhugað virkjunarlón. Ef ástæða þykir til að taka vatnið af Búðarhálsvirkjun vegna viðhalds gæti fossinn hugsanlega sést aftur eftir nokkra áratugi. Fossinn er neðst í Þóristungum, um þrjá kílómetra norðaustan við hálendismiðstöðina Hrauneyjar, skammt neðan við brúna yfir afrennsli Hrauneyjafossvirkjunar.
Tengdar fréttir Vinnan á Búðarhálsi í hámarki Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. 4. júlí 2012 21:00 Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Vinnan á Búðarhálsi í hámarki Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar. 4. júlí 2012 21:00
Allir vinnudagar hefjast á öryggisandakt Allir vinnudagar á Búðarhálsi byrja á því að starfsmenn koma saman á svokallaða öryggisandakt. Með aðferðum sem þessum hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys á einum hættulegasta vinnustað landsins. Þarna þurfa menn að varast tröllaukna trukka á fleygiferð, bakkandi steypubíla, stóreflis hjólaskóflur mokandi fram og til baka, oddhvassa gaffallyftara sem skjótast fram hjá og himinháa krana sveiflandi þungum stykkjum allt um kring. 7. júlí 2012 21:00