Fótbolti

Jóhann Berg spilaði í markalausu jafntefli

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar gerðu markalaust jafntefli við botnlið Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Alkmaar í kvöld en virðist ekki hafa fundið sig því hann var tekinn af velli á 67. mínútu.

Alkmaar er í tólfta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×