Enski boltinn

Rodgers: Það munu koma fleiri svona dagar

Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, fékk enga óskabyrjun í fyrsta deildarleik sínum með Liverpool í dag. WBA skellti Liverpool 3-0 og Daniel Agger fékk að líta rauða spjaldið. Liverpool fékk dæmd á sig tvö víti í leiknum.

"Það var ansi harkalegt að fá á sig tvö víti og missa mann af velli. Sumir dómar féllu ekki með okkur. Það munu koma fleiri svona dagar á þessari vegferð. Það er raunveruleikinn," sagði Rodgers eftir leik.

"Ég get samt ekki beðið um meira frá leikmönnum liðsins. Þeir gáfu allt sem þeir áttu. Við fengum færi en WBA nýtti sér liðsmuninn í botn.

"Við áttum okkar góðu stundir þó í leiknum en það var allt á móti okkur í þessum leik. Við verðum að halda áfram. Við munum ekki vinna á hverjum degi. Þetta var lærdómur fyrir okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×