Innlent

Evrópskir kvikmyndagerðarmenn skrásetja líf íslenska bóndans

Kvikmyndagerðarmennirnir fylgjast með íslenska sauðfjárbóndanum.
Kvikmyndagerðarmennirnir fylgjast með íslenska sauðfjárbóndanum.
Það eru ekki bara kvikmyndagerðarmenn frá draumaborginni sem hafa áhuga á Íslandi þessi dægrin. Arthúr Björgvin Bollason er hér á landi að lóðsa þýska kvikmyndageðarmenn um íslenskar sveitir. Umfjöllunarefni kvikmyndagerðarmannanna er ekki trylltar geimverur eða dökk framtíðarsýn Tom Cruise og félaga í kvikmyndinni Oblivion, heldur hinn jarðtengdi íslenski sauðfjárbóndi.

„Þetta er klukkutíma löng mynd þar sem helst er fjallað um sauðfjárbændur, hinn íslenska bónda með stóru béi," sagði Arthúr Björgvin í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag en heimildarmyndin verður sýnd á þýsk-franskri sjónvarpsstöð og mun ná til milljóna.

Arthúr segir umfjöllunarefnið heillandi, ekki síst í ljósi þess að hann sjálfur sé mikið borgarbarn, „því ég hef verið dálítið undrandi á þeirri skemmtilegur lífsheimspeki sem þetta fólk býr yfir. Þetta er einhverskonar sambland af gamla og nýja Íslandi sem er sérstakur kokkteill."

Arthúr segir það hollt fyrir borgarbúa, hvort sem það sé í Reykjavík eða í mið Evrópu að fylgjast með lífi þessa fólks.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×