Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár 11. júní 2012 18:22 Haraldur Briem. Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. Norrænu lýðheilsuverðlaunin eru veitt einstaklingum, samtökum eða stofnunum sem lagt hafa mikið af mörkum til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndunum. Horft er til þess að viðkomandi hafi á afgerandi hátt haft áhrif til að stuðla að bættri lýðheilsu, annaðhvort í eigin landi eða í víðara samhengi og verið öðrum til eftirbreytni. Ole T. Andersen, formaður stjórnar Norræna lýðheilsuháskólans, sagði við verðlaunaafhendinguna í dag að Haraldur Briem hafi lagt mikið af mörkum í þágu bættrar lýðheilsu á Norðurlöndunum með yfirgripsmikilli fagþekkingu sinni og sterkum persónuleika. Það væri því sönn ánægja að veita honum Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012. Haraldur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1972. Árið 1979 lauk hann sérfræðiréttindum í bráðum smitsjúkdómum og sérfræðiréttindum í smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði árið 1980. Árið 1982 lauk hann doktorsprófi í læknavísindum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Haraldur hefur birt á annað hundrað greinar í ritrýndum fræðiritum og öðrum ritum með megináherslu á fylgikvilla sýkinga, smitandi lifrarbólgur, alnæmi og HIV-sýkingar, bólusetningar, berkla, lungnabólgur og faraldsfræði smitsjúkdóma, auk greina um bráð áhrif eiturefna og gosösku í umhverfinu. Á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar á svið smitsjúkdóma hefur Haraldur setið í fjölda nefnda og stjórna á vegum hins opinbera og tekið virkan þátt í erlendu samstarfi, meðal annars með setu í samnorrænni nefnd um alnæmisvarnir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og samstarfshópi um heilbrigðisviðbúnað vegna atburða af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna. Árið 2005 var Haraldur fenginn til að veita forstöðu stofnun námsbrautar í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands og hefur frá árinu 2007 verið formaður stjórnar um þverfaglegt nám í lýðheilsuvísindum við skólann. Hann hefur einnig verið virkur á sviði félagsmála innan fræðasviðs síns, átt sæti í vísindanefndum og ritstjórnum ýmissa þekktra fræðirita, svo sem Scandinavian Journal for Infectious Diseases frá 1993 og Eurosurveillance frá árinu 2007. Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. Norrænu lýðheilsuverðlaunin eru veitt einstaklingum, samtökum eða stofnunum sem lagt hafa mikið af mörkum til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndunum. Horft er til þess að viðkomandi hafi á afgerandi hátt haft áhrif til að stuðla að bættri lýðheilsu, annaðhvort í eigin landi eða í víðara samhengi og verið öðrum til eftirbreytni. Ole T. Andersen, formaður stjórnar Norræna lýðheilsuháskólans, sagði við verðlaunaafhendinguna í dag að Haraldur Briem hafi lagt mikið af mörkum í þágu bættrar lýðheilsu á Norðurlöndunum með yfirgripsmikilli fagþekkingu sinni og sterkum persónuleika. Það væri því sönn ánægja að veita honum Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012. Haraldur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1972. Árið 1979 lauk hann sérfræðiréttindum í bráðum smitsjúkdómum og sérfræðiréttindum í smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði árið 1980. Árið 1982 lauk hann doktorsprófi í læknavísindum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Haraldur hefur birt á annað hundrað greinar í ritrýndum fræðiritum og öðrum ritum með megináherslu á fylgikvilla sýkinga, smitandi lifrarbólgur, alnæmi og HIV-sýkingar, bólusetningar, berkla, lungnabólgur og faraldsfræði smitsjúkdóma, auk greina um bráð áhrif eiturefna og gosösku í umhverfinu. Á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar á svið smitsjúkdóma hefur Haraldur setið í fjölda nefnda og stjórna á vegum hins opinbera og tekið virkan þátt í erlendu samstarfi, meðal annars með setu í samnorrænni nefnd um alnæmisvarnir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og samstarfshópi um heilbrigðisviðbúnað vegna atburða af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna. Árið 2005 var Haraldur fenginn til að veita forstöðu stofnun námsbrautar í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands og hefur frá árinu 2007 verið formaður stjórnar um þverfaglegt nám í lýðheilsuvísindum við skólann. Hann hefur einnig verið virkur á sviði félagsmála innan fræðasviðs síns, átt sæti í vísindanefndum og ritstjórnum ýmissa þekktra fræðirita, svo sem Scandinavian Journal for Infectious Diseases frá 1993 og Eurosurveillance frá árinu 2007.
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira