Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár 11. júní 2012 18:22 Haraldur Briem. Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. Norrænu lýðheilsuverðlaunin eru veitt einstaklingum, samtökum eða stofnunum sem lagt hafa mikið af mörkum til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndunum. Horft er til þess að viðkomandi hafi á afgerandi hátt haft áhrif til að stuðla að bættri lýðheilsu, annaðhvort í eigin landi eða í víðara samhengi og verið öðrum til eftirbreytni. Ole T. Andersen, formaður stjórnar Norræna lýðheilsuháskólans, sagði við verðlaunaafhendinguna í dag að Haraldur Briem hafi lagt mikið af mörkum í þágu bættrar lýðheilsu á Norðurlöndunum með yfirgripsmikilli fagþekkingu sinni og sterkum persónuleika. Það væri því sönn ánægja að veita honum Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012. Haraldur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1972. Árið 1979 lauk hann sérfræðiréttindum í bráðum smitsjúkdómum og sérfræðiréttindum í smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði árið 1980. Árið 1982 lauk hann doktorsprófi í læknavísindum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Haraldur hefur birt á annað hundrað greinar í ritrýndum fræðiritum og öðrum ritum með megináherslu á fylgikvilla sýkinga, smitandi lifrarbólgur, alnæmi og HIV-sýkingar, bólusetningar, berkla, lungnabólgur og faraldsfræði smitsjúkdóma, auk greina um bráð áhrif eiturefna og gosösku í umhverfinu. Á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar á svið smitsjúkdóma hefur Haraldur setið í fjölda nefnda og stjórna á vegum hins opinbera og tekið virkan þátt í erlendu samstarfi, meðal annars með setu í samnorrænni nefnd um alnæmisvarnir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og samstarfshópi um heilbrigðisviðbúnað vegna atburða af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna. Árið 2005 var Haraldur fenginn til að veita forstöðu stofnun námsbrautar í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands og hefur frá árinu 2007 verið formaður stjórnar um þverfaglegt nám í lýðheilsuvísindum við skólann. Hann hefur einnig verið virkur á sviði félagsmála innan fræðasviðs síns, átt sæti í vísindanefndum og ritstjórnum ýmissa þekktra fræðirita, svo sem Scandinavian Journal for Infectious Diseases frá 1993 og Eurosurveillance frá árinu 2007. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. Norrænu lýðheilsuverðlaunin eru veitt einstaklingum, samtökum eða stofnunum sem lagt hafa mikið af mörkum til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndunum. Horft er til þess að viðkomandi hafi á afgerandi hátt haft áhrif til að stuðla að bættri lýðheilsu, annaðhvort í eigin landi eða í víðara samhengi og verið öðrum til eftirbreytni. Ole T. Andersen, formaður stjórnar Norræna lýðheilsuháskólans, sagði við verðlaunaafhendinguna í dag að Haraldur Briem hafi lagt mikið af mörkum í þágu bættrar lýðheilsu á Norðurlöndunum með yfirgripsmikilli fagþekkingu sinni og sterkum persónuleika. Það væri því sönn ánægja að veita honum Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012. Haraldur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1972. Árið 1979 lauk hann sérfræðiréttindum í bráðum smitsjúkdómum og sérfræðiréttindum í smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði árið 1980. Árið 1982 lauk hann doktorsprófi í læknavísindum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Haraldur hefur birt á annað hundrað greinar í ritrýndum fræðiritum og öðrum ritum með megináherslu á fylgikvilla sýkinga, smitandi lifrarbólgur, alnæmi og HIV-sýkingar, bólusetningar, berkla, lungnabólgur og faraldsfræði smitsjúkdóma, auk greina um bráð áhrif eiturefna og gosösku í umhverfinu. Á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar á svið smitsjúkdóma hefur Haraldur setið í fjölda nefnda og stjórna á vegum hins opinbera og tekið virkan þátt í erlendu samstarfi, meðal annars með setu í samnorrænni nefnd um alnæmisvarnir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og samstarfshópi um heilbrigðisviðbúnað vegna atburða af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna. Árið 2005 var Haraldur fenginn til að veita forstöðu stofnun námsbrautar í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands og hefur frá árinu 2007 verið formaður stjórnar um þverfaglegt nám í lýðheilsuvísindum við skólann. Hann hefur einnig verið virkur á sviði félagsmála innan fræðasviðs síns, átt sæti í vísindanefndum og ritstjórnum ýmissa þekktra fræðirita, svo sem Scandinavian Journal for Infectious Diseases frá 1993 og Eurosurveillance frá árinu 2007.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira