Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár 11. júní 2012 18:22 Haraldur Briem. Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. Norrænu lýðheilsuverðlaunin eru veitt einstaklingum, samtökum eða stofnunum sem lagt hafa mikið af mörkum til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndunum. Horft er til þess að viðkomandi hafi á afgerandi hátt haft áhrif til að stuðla að bættri lýðheilsu, annaðhvort í eigin landi eða í víðara samhengi og verið öðrum til eftirbreytni. Ole T. Andersen, formaður stjórnar Norræna lýðheilsuháskólans, sagði við verðlaunaafhendinguna í dag að Haraldur Briem hafi lagt mikið af mörkum í þágu bættrar lýðheilsu á Norðurlöndunum með yfirgripsmikilli fagþekkingu sinni og sterkum persónuleika. Það væri því sönn ánægja að veita honum Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012. Haraldur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1972. Árið 1979 lauk hann sérfræðiréttindum í bráðum smitsjúkdómum og sérfræðiréttindum í smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði árið 1980. Árið 1982 lauk hann doktorsprófi í læknavísindum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Haraldur hefur birt á annað hundrað greinar í ritrýndum fræðiritum og öðrum ritum með megináherslu á fylgikvilla sýkinga, smitandi lifrarbólgur, alnæmi og HIV-sýkingar, bólusetningar, berkla, lungnabólgur og faraldsfræði smitsjúkdóma, auk greina um bráð áhrif eiturefna og gosösku í umhverfinu. Á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar á svið smitsjúkdóma hefur Haraldur setið í fjölda nefnda og stjórna á vegum hins opinbera og tekið virkan þátt í erlendu samstarfi, meðal annars með setu í samnorrænni nefnd um alnæmisvarnir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og samstarfshópi um heilbrigðisviðbúnað vegna atburða af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna. Árið 2005 var Haraldur fenginn til að veita forstöðu stofnun námsbrautar í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands og hefur frá árinu 2007 verið formaður stjórnar um þverfaglegt nám í lýðheilsuvísindum við skólann. Hann hefur einnig verið virkur á sviði félagsmála innan fræðasviðs síns, átt sæti í vísindanefndum og ritstjórnum ýmissa þekktra fræðirita, svo sem Scandinavian Journal for Infectious Diseases frá 1993 og Eurosurveillance frá árinu 2007. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. Norrænu lýðheilsuverðlaunin eru veitt einstaklingum, samtökum eða stofnunum sem lagt hafa mikið af mörkum til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndunum. Horft er til þess að viðkomandi hafi á afgerandi hátt haft áhrif til að stuðla að bættri lýðheilsu, annaðhvort í eigin landi eða í víðara samhengi og verið öðrum til eftirbreytni. Ole T. Andersen, formaður stjórnar Norræna lýðheilsuháskólans, sagði við verðlaunaafhendinguna í dag að Haraldur Briem hafi lagt mikið af mörkum í þágu bættrar lýðheilsu á Norðurlöndunum með yfirgripsmikilli fagþekkingu sinni og sterkum persónuleika. Það væri því sönn ánægja að veita honum Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012. Haraldur lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1972. Árið 1979 lauk hann sérfræðiréttindum í bráðum smitsjúkdómum og sérfræðiréttindum í smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði árið 1980. Árið 1982 lauk hann doktorsprófi í læknavísindum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Haraldur hefur birt á annað hundrað greinar í ritrýndum fræðiritum og öðrum ritum með megináherslu á fylgikvilla sýkinga, smitandi lifrarbólgur, alnæmi og HIV-sýkingar, bólusetningar, berkla, lungnabólgur og faraldsfræði smitsjúkdóma, auk greina um bráð áhrif eiturefna og gosösku í umhverfinu. Á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar á svið smitsjúkdóma hefur Haraldur setið í fjölda nefnda og stjórna á vegum hins opinbera og tekið virkan þátt í erlendu samstarfi, meðal annars með setu í samnorrænni nefnd um alnæmisvarnir á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og samstarfshópi um heilbrigðisviðbúnað vegna atburða af völdum sýkla, eiturefna og geislavirkra efna. Árið 2005 var Haraldur fenginn til að veita forstöðu stofnun námsbrautar í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands og hefur frá árinu 2007 verið formaður stjórnar um þverfaglegt nám í lýðheilsuvísindum við skólann. Hann hefur einnig verið virkur á sviði félagsmála innan fræðasviðs síns, átt sæti í vísindanefndum og ritstjórnum ýmissa þekktra fræðirita, svo sem Scandinavian Journal for Infectious Diseases frá 1993 og Eurosurveillance frá árinu 2007.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira