Innlent

Páll og Tryggvi hætta í Þjóðhátíðarnefnd

Páll Scheving Ingvarsson
Páll Scheving Ingvarsson
Þeir Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV, hyggjast ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í nefndinni. Var þetta tilkynnt eftir brekkusönginn í Herjólfsdal á sunnudag sem er hápunktur Þjóðhátíðar hvert ár.  Greindi RÚV frá því í gær að þeir Páll og Tryggvi efuðust um að þeir nytu fulls trausts og velvildar samfélagsins í Eyjum til að stýra hátíðinni áfram. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×