Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar BBI skrifar 7. ágúst 2012 23:00 Brynjar Níelsson, fyrrum formaður Lögmannafélags Íslands. Mynd/Vilhelm Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. Eins og fram kom á Vísi í dag er Brynjar á meðal þeirra sjö umsækjenda sem sóttust eftir tveimur embættum hæstaréttardómara sem voru auglýst laus til umsóknar á dögunum. Brynjar gefur ekki mikið fyrir áhyggjur af þessum toga. „Ef menn mega ekki segja skoðanir sínar eða benda á hluti sem betur mega fara án þess að það kosti hann það traust og það orðspor sem dómari þarf að hafa segir það meira um fólkið í þessu landi heldur en margt annað," segir Brynjar. Hann segist meðvitaður um að skrif hans hafi farið öfugt ofan í marga, m.a. ýmsa þrýsti- og hagsmunahópa. „Ég veit að um leið og þú hefur gagnrýnt ákveðið fólk í þessu samfélagi þá vill það ekki sjá þig sem dómara. Það er bara þannig," segir hann en bætir við ef menn í lýðræðissamfélagi geti ekki fengið nein embætti af því þeir hafa aðrar skoðanir en einhverjir hópar þá sé satt að segja ekki mikið í þá hópa spunnið. Brynjari þykja áhyggjur af trausti dómstóla og persónu sinni alveg tilhæfulausar og hálfpartinn fjarstæðukenndar. Dómarar eigi einungis að dæma eftir lögunum og því eigi skoðanir þeirra engan þátt í starfi þeirra. Því sé nokkuð öfugsnúið að hafa áhyggjur af skoðunum dómara. „Auk þess er ég nú ekkert alltaf að lýsa skoðunum mínum þegar ég er að argast í fólki. Ég er bara að benda á ákveðnar misfellur," segir hann. Tengdar fréttir Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7. ágúst 2012 13:19 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. Eins og fram kom á Vísi í dag er Brynjar á meðal þeirra sjö umsækjenda sem sóttust eftir tveimur embættum hæstaréttardómara sem voru auglýst laus til umsóknar á dögunum. Brynjar gefur ekki mikið fyrir áhyggjur af þessum toga. „Ef menn mega ekki segja skoðanir sínar eða benda á hluti sem betur mega fara án þess að það kosti hann það traust og það orðspor sem dómari þarf að hafa segir það meira um fólkið í þessu landi heldur en margt annað," segir Brynjar. Hann segist meðvitaður um að skrif hans hafi farið öfugt ofan í marga, m.a. ýmsa þrýsti- og hagsmunahópa. „Ég veit að um leið og þú hefur gagnrýnt ákveðið fólk í þessu samfélagi þá vill það ekki sjá þig sem dómara. Það er bara þannig," segir hann en bætir við ef menn í lýðræðissamfélagi geti ekki fengið nein embætti af því þeir hafa aðrar skoðanir en einhverjir hópar þá sé satt að segja ekki mikið í þá hópa spunnið. Brynjari þykja áhyggjur af trausti dómstóla og persónu sinni alveg tilhæfulausar og hálfpartinn fjarstæðukenndar. Dómarar eigi einungis að dæma eftir lögunum og því eigi skoðanir þeirra engan þátt í starfi þeirra. Því sé nokkuð öfugsnúið að hafa áhyggjur af skoðunum dómara. „Auk þess er ég nú ekkert alltaf að lýsa skoðunum mínum þegar ég er að argast í fólki. Ég er bara að benda á ákveðnar misfellur," segir hann.
Tengdar fréttir Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7. ágúst 2012 13:19 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7. ágúst 2012 13:19