Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar BBI skrifar 7. ágúst 2012 23:00 Brynjar Níelsson, fyrrum formaður Lögmannafélags Íslands. Mynd/Vilhelm Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. Eins og fram kom á Vísi í dag er Brynjar á meðal þeirra sjö umsækjenda sem sóttust eftir tveimur embættum hæstaréttardómara sem voru auglýst laus til umsóknar á dögunum. Brynjar gefur ekki mikið fyrir áhyggjur af þessum toga. „Ef menn mega ekki segja skoðanir sínar eða benda á hluti sem betur mega fara án þess að það kosti hann það traust og það orðspor sem dómari þarf að hafa segir það meira um fólkið í þessu landi heldur en margt annað," segir Brynjar. Hann segist meðvitaður um að skrif hans hafi farið öfugt ofan í marga, m.a. ýmsa þrýsti- og hagsmunahópa. „Ég veit að um leið og þú hefur gagnrýnt ákveðið fólk í þessu samfélagi þá vill það ekki sjá þig sem dómara. Það er bara þannig," segir hann en bætir við ef menn í lýðræðissamfélagi geti ekki fengið nein embætti af því þeir hafa aðrar skoðanir en einhverjir hópar þá sé satt að segja ekki mikið í þá hópa spunnið. Brynjari þykja áhyggjur af trausti dómstóla og persónu sinni alveg tilhæfulausar og hálfpartinn fjarstæðukenndar. Dómarar eigi einungis að dæma eftir lögunum og því eigi skoðanir þeirra engan þátt í starfi þeirra. Því sé nokkuð öfugsnúið að hafa áhyggjur af skoðunum dómara. „Auk þess er ég nú ekkert alltaf að lýsa skoðunum mínum þegar ég er að argast í fólki. Ég er bara að benda á ákveðnar misfellur," segir hann. Tengdar fréttir Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7. ágúst 2012 13:19 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. Eins og fram kom á Vísi í dag er Brynjar á meðal þeirra sjö umsækjenda sem sóttust eftir tveimur embættum hæstaréttardómara sem voru auglýst laus til umsóknar á dögunum. Brynjar gefur ekki mikið fyrir áhyggjur af þessum toga. „Ef menn mega ekki segja skoðanir sínar eða benda á hluti sem betur mega fara án þess að það kosti hann það traust og það orðspor sem dómari þarf að hafa segir það meira um fólkið í þessu landi heldur en margt annað," segir Brynjar. Hann segist meðvitaður um að skrif hans hafi farið öfugt ofan í marga, m.a. ýmsa þrýsti- og hagsmunahópa. „Ég veit að um leið og þú hefur gagnrýnt ákveðið fólk í þessu samfélagi þá vill það ekki sjá þig sem dómara. Það er bara þannig," segir hann en bætir við ef menn í lýðræðissamfélagi geti ekki fengið nein embætti af því þeir hafa aðrar skoðanir en einhverjir hópar þá sé satt að segja ekki mikið í þá hópa spunnið. Brynjari þykja áhyggjur af trausti dómstóla og persónu sinni alveg tilhæfulausar og hálfpartinn fjarstæðukenndar. Dómarar eigi einungis að dæma eftir lögunum og því eigi skoðanir þeirra engan þátt í starfi þeirra. Því sé nokkuð öfugsnúið að hafa áhyggjur af skoðunum dómara. „Auk þess er ég nú ekkert alltaf að lýsa skoðunum mínum þegar ég er að argast í fólki. Ég er bara að benda á ákveðnar misfellur," segir hann.
Tengdar fréttir Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7. ágúst 2012 13:19 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar. 7. ágúst 2012 13:19