Ætla að draga Ísraela til ábyrgðar 1. desember 2012 08:00 „Betra seint en aldrei,“ segir hann um það að Palestínumenn hafi loks fengið alþjóðlega viðurkenningu á ríki sínu, 65 árum eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að skipta landinu milli Ísraela og Palestínumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Palestína „Við metum það mikils að Ísland hafi ekki aðeins viðurkennt Palestínuríki, og verið fyrsta Vestur-Evrópuríkið sem hafði hugrekki til þess, heldur hafi Ísland einnig verið meðflutningsríki að ályktuninni hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta hefur verið dásamlegt að upplifa,“ segir palestínski stjórnmálamaðurinn Mustafa Barghouti, sem varði nokkrum dögum hér á landi meðan allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að veita Palestínuríki áheyrnaraðild. Á fimmtudaginn greiddi Ísland ályktuninni atkvæði sitt ásamt flestum ríkjum Vestur-Evrópu, þar á meðal Norðurlöndunum öllum. Alls greiddu 138 ríki ályktuninni atkvæði sitt, en aðeins níu voru á móti, þar á meðal Kanada og Tékkland auk Ísraels og Bandaríkjanna. 41 ríki sat hjá. Barghouti segir það sérlega ánægjulegt að sum ríki, sem voru á móti ályktuninni, ákváðu samt að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Þetta gerðu til dæmis mikilvæg ríki eins og Þýskaland og Bretland. En þetta sannar að andstaða þeirra gegn tillögu okkar átti ekki við rök að styðjast. Sérstaklega ekki hjá ríkjum sem segjast styðja tveggja ríkja lausnina, en greiða svo atkvæði gegn því að við fáum aðild að Sameinuðu þjóðunum. Eitt ríki vekur sérstaka athygli í þessu samhengi, en það er Tékkland, sem var eina Evrópuríkið sem greiddi atkvæði á móti. Ég reikna með að við þurfum nú að endurskoða rækilega tengsl okkar við þetta land, því þetta sannar að stefna þess er stefna Ísraels, en ekki evrópsk.“Hefur mikla þýðingu Palestínumenn hafa haft áheyrnaraðild að SÞ síðan 1974, en ekki sem sjálfstætt ríki fyrr en nú. Barghouti, sem bauð sig fram til forseta Palestínustjórnar árið 2005, segir þessa breytingu hafa mikla þýðingu fyrir Palestínumenn. „Þetta er miklu meira en bara formsatriði. Þetta þýðir að hið raunverulega ástand í Palestínu, eins og Ísrael hefur mótað það, er ekki viðurkennt eða samþykkt af alþjóðasamfélaginu, og það á ekki síst við um athafnir landtökumanna. Þetta þýðir einnig að loksins, eftir 65 ára tafir, hefur alþjóðasamfélagið útvegað okkur fæðingarvottorð Palestínuríkis. Með þessu er loks verið að efna landskiptingaráætlunina frá 1947, þar sem Ísraelar fengu sitt ríki án þess þó að Palestínuríki fylgdi með. 65 ár er langur tími, en betra er seint en aldrei. Enn fremur þýðir þetta að við erum núna með staðfestingu þess að herteknu svæðin eru hertekin – þetta er hernumið ríki – og að innlimunaraðgerðir Ísraels í Austur-Jerúsalem og öðrum hlutum landsvæðis okkar eru ólöglegar með öllu.“Stríðsglæpadómstóll „Við munum nú fara fram á aðild að fjórða Genfarsáttmálanum, sem Ísrael hefur neitað og hunsað síðan 1967. Við gætum krafist þess að kallað yrði saman ráð fjórða Genfarsáttmálans, sem sér um framkvæmd hans, til að þvinga Ísraelsmenn til að taka hann upp. Við munum einnig vonandi kalla saman nefnd SÞ um afnám kynþáttamisréttis til að ræða aðskilnaðarkerfið sem Ísrael hefur búið til. Við munum örugglega sækja um aðild að öllum stofnunum SÞ, átján talsins, þar á meðal Alþjóðlega sakadómstólnum, því við teljum að Ísrael hafi framið marga stríðsglæpi og að við eigum rétt á því að leita til Alþjóðlega sakadómstólsins til að draga Ísrael til ábyrgðar.“Einkennileg afstaða „Það einkennilegasta sem við höfum nokkru sinni heyrt er að sum lönd, eins og Bretland, kröfðust þess að við gæfum tryggingu fyrir því að við myndum ekki leita til Alþjóðasakadómstólsins. Þetta þýðir tvennt. Fyrst og fremst staðfestir þetta að Ísrael hefur í reynd framið glæpi sem teljast til stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyni. Sú staðreynd að þeir leggja svona mikla áherslu á að koma í veg fyrir að við leitum til dómstólsins er í sjálfu sér sönnun þess að þessir glæpir hafa verið framdir. Hitt atriðið, sem er einkennilegt, er að lönd eins og Bretland og sum önnur lönd, sem telja sig vera með besta réttarfar í heimi, og hlaupa á milli heimshorna til að elta uppi hvern glæpamanninn á fætur öðrum til að draga þá fyrir Alþjóðasakadómstólinn, þessi sömu ríki vilja ógilda virkni Alþjóðasakadómstólsins þegar um Ísrael er að ræða og vilja láta Ísrael standa fyrir ofan lög og rétt.“Lokatilraun Er þá hægt að líta svo á að tveggja ríkja lausnin sé orðin að veruleika, þrátt fyrir að ástandið á herteknu svæðunum sé eins og það er? „Ef Ísrael heldur ótrautt áfram að stunda sín ólöglegu verk, eins og til dæmis athafnir landtökumanna, og heimsbyggðin grípur ekki tafarlaust til refsiaðgerða gegn þeim, þá geta þeir gert tveggja ríkja lausnina að engu, jafnvel þótt þessi ályktun hafi verið samþykkt. En það myndi ekki þýða að baráttu okkar væri lokið. Við viljum frelsi og við munum aldrei sætta okkur við að vera þrælar hernáms eða aðskilnaðarstefnu, og við munum öðlast frelsi, annaðhvort með tveggja ríkja lausninni eða í einu ríki með Ísraelsmönnum.“Ríkishugmynd Netanjahús Barghouti segir að með atkvæðagreiðslunni á fimmtudag hafi Palestínumenn fengið nýja vonarglætu, sem í raun er þó síðasta tækifærið til að verja tveggja ríkja lausnina og gera hana að veruleika. Hann segir þó ekki lofa góðu að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafi í gær lýst því yfir að Ísraelar muni hafa þessa ályktun að engu. „Það þýðir að hann er að lýsa því yfir að ríkisstjórn hans eru á móti því að stofnað verði Palestínuríki. Sem er það sem við höfum alltaf sagt, að menn eigi ekki að láta Netanjahú blekkja sig. Hugmynd hans um Palestínuríki er ekkert annað en hugmynd um stórt fangelsi, eða klasa af fangelsum, gettó-hverfum eða bantustan-svæðum. Sjálfstjórnaryfirvöld, sem eru undir hælnum á Ísraelsher, eiga svo að hafa umsjón með þessum svæðum, en allt á það að snúast um að öryggi Ísraels sé tryggt. Engin raunveruleg sjálfsstjórn væri fyrir hendi og enginn möguleiki til að tryggja eigið öryggi eða verjast árásum hernámsliðsins. Þetta væri ekki hægt að kalla ríki.“ Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Palestína „Við metum það mikils að Ísland hafi ekki aðeins viðurkennt Palestínuríki, og verið fyrsta Vestur-Evrópuríkið sem hafði hugrekki til þess, heldur hafi Ísland einnig verið meðflutningsríki að ályktuninni hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta hefur verið dásamlegt að upplifa,“ segir palestínski stjórnmálamaðurinn Mustafa Barghouti, sem varði nokkrum dögum hér á landi meðan allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að veita Palestínuríki áheyrnaraðild. Á fimmtudaginn greiddi Ísland ályktuninni atkvæði sitt ásamt flestum ríkjum Vestur-Evrópu, þar á meðal Norðurlöndunum öllum. Alls greiddu 138 ríki ályktuninni atkvæði sitt, en aðeins níu voru á móti, þar á meðal Kanada og Tékkland auk Ísraels og Bandaríkjanna. 41 ríki sat hjá. Barghouti segir það sérlega ánægjulegt að sum ríki, sem voru á móti ályktuninni, ákváðu samt að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Þetta gerðu til dæmis mikilvæg ríki eins og Þýskaland og Bretland. En þetta sannar að andstaða þeirra gegn tillögu okkar átti ekki við rök að styðjast. Sérstaklega ekki hjá ríkjum sem segjast styðja tveggja ríkja lausnina, en greiða svo atkvæði gegn því að við fáum aðild að Sameinuðu þjóðunum. Eitt ríki vekur sérstaka athygli í þessu samhengi, en það er Tékkland, sem var eina Evrópuríkið sem greiddi atkvæði á móti. Ég reikna með að við þurfum nú að endurskoða rækilega tengsl okkar við þetta land, því þetta sannar að stefna þess er stefna Ísraels, en ekki evrópsk.“Hefur mikla þýðingu Palestínumenn hafa haft áheyrnaraðild að SÞ síðan 1974, en ekki sem sjálfstætt ríki fyrr en nú. Barghouti, sem bauð sig fram til forseta Palestínustjórnar árið 2005, segir þessa breytingu hafa mikla þýðingu fyrir Palestínumenn. „Þetta er miklu meira en bara formsatriði. Þetta þýðir að hið raunverulega ástand í Palestínu, eins og Ísrael hefur mótað það, er ekki viðurkennt eða samþykkt af alþjóðasamfélaginu, og það á ekki síst við um athafnir landtökumanna. Þetta þýðir einnig að loksins, eftir 65 ára tafir, hefur alþjóðasamfélagið útvegað okkur fæðingarvottorð Palestínuríkis. Með þessu er loks verið að efna landskiptingaráætlunina frá 1947, þar sem Ísraelar fengu sitt ríki án þess þó að Palestínuríki fylgdi með. 65 ár er langur tími, en betra er seint en aldrei. Enn fremur þýðir þetta að við erum núna með staðfestingu þess að herteknu svæðin eru hertekin – þetta er hernumið ríki – og að innlimunaraðgerðir Ísraels í Austur-Jerúsalem og öðrum hlutum landsvæðis okkar eru ólöglegar með öllu.“Stríðsglæpadómstóll „Við munum nú fara fram á aðild að fjórða Genfarsáttmálanum, sem Ísrael hefur neitað og hunsað síðan 1967. Við gætum krafist þess að kallað yrði saman ráð fjórða Genfarsáttmálans, sem sér um framkvæmd hans, til að þvinga Ísraelsmenn til að taka hann upp. Við munum einnig vonandi kalla saman nefnd SÞ um afnám kynþáttamisréttis til að ræða aðskilnaðarkerfið sem Ísrael hefur búið til. Við munum örugglega sækja um aðild að öllum stofnunum SÞ, átján talsins, þar á meðal Alþjóðlega sakadómstólnum, því við teljum að Ísrael hafi framið marga stríðsglæpi og að við eigum rétt á því að leita til Alþjóðlega sakadómstólsins til að draga Ísrael til ábyrgðar.“Einkennileg afstaða „Það einkennilegasta sem við höfum nokkru sinni heyrt er að sum lönd, eins og Bretland, kröfðust þess að við gæfum tryggingu fyrir því að við myndum ekki leita til Alþjóðasakadómstólsins. Þetta þýðir tvennt. Fyrst og fremst staðfestir þetta að Ísrael hefur í reynd framið glæpi sem teljast til stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyni. Sú staðreynd að þeir leggja svona mikla áherslu á að koma í veg fyrir að við leitum til dómstólsins er í sjálfu sér sönnun þess að þessir glæpir hafa verið framdir. Hitt atriðið, sem er einkennilegt, er að lönd eins og Bretland og sum önnur lönd, sem telja sig vera með besta réttarfar í heimi, og hlaupa á milli heimshorna til að elta uppi hvern glæpamanninn á fætur öðrum til að draga þá fyrir Alþjóðasakadómstólinn, þessi sömu ríki vilja ógilda virkni Alþjóðasakadómstólsins þegar um Ísrael er að ræða og vilja láta Ísrael standa fyrir ofan lög og rétt.“Lokatilraun Er þá hægt að líta svo á að tveggja ríkja lausnin sé orðin að veruleika, þrátt fyrir að ástandið á herteknu svæðunum sé eins og það er? „Ef Ísrael heldur ótrautt áfram að stunda sín ólöglegu verk, eins og til dæmis athafnir landtökumanna, og heimsbyggðin grípur ekki tafarlaust til refsiaðgerða gegn þeim, þá geta þeir gert tveggja ríkja lausnina að engu, jafnvel þótt þessi ályktun hafi verið samþykkt. En það myndi ekki þýða að baráttu okkar væri lokið. Við viljum frelsi og við munum aldrei sætta okkur við að vera þrælar hernáms eða aðskilnaðarstefnu, og við munum öðlast frelsi, annaðhvort með tveggja ríkja lausninni eða í einu ríki með Ísraelsmönnum.“Ríkishugmynd Netanjahús Barghouti segir að með atkvæðagreiðslunni á fimmtudag hafi Palestínumenn fengið nýja vonarglætu, sem í raun er þó síðasta tækifærið til að verja tveggja ríkja lausnina og gera hana að veruleika. Hann segir þó ekki lofa góðu að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafi í gær lýst því yfir að Ísraelar muni hafa þessa ályktun að engu. „Það þýðir að hann er að lýsa því yfir að ríkisstjórn hans eru á móti því að stofnað verði Palestínuríki. Sem er það sem við höfum alltaf sagt, að menn eigi ekki að láta Netanjahú blekkja sig. Hugmynd hans um Palestínuríki er ekkert annað en hugmynd um stórt fangelsi, eða klasa af fangelsum, gettó-hverfum eða bantustan-svæðum. Sjálfstjórnaryfirvöld, sem eru undir hælnum á Ísraelsher, eiga svo að hafa umsjón með þessum svæðum, en allt á það að snúast um að öryggi Ísraels sé tryggt. Engin raunveruleg sjálfsstjórn væri fyrir hendi og enginn möguleiki til að tryggja eigið öryggi eða verjast árásum hernámsliðsins. Þetta væri ekki hægt að kalla ríki.“
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira