Erlent

Norðurljósin sífellt vinsælli

ÞEB skrifar
Svíar hafa nýtt sér norðurljósin til að laða að ferðamenn á veturna. Þessi mynd er þó úr Þórsmörk.fréttablaðið/vilhelm
Svíar hafa nýtt sér norðurljósin til að laða að ferðamenn á veturna. Þessi mynd er þó úr Þórsmörk.fréttablaðið/vilhelm
Vetrarferðamennska fer vaxandi í Svíþjóð og nú er útlit fyrir að í fyrsta sinn verði ferðamenn yfir vetrartímann fleiri en yfir sumartímann, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.

Árið í fyrra var metár í ferðamennsku tengdri norðurljósunum og eru bókanir í slíkar ferðir fyrir þennan vetur 130 prósentum fleiri en þá. Fjöldi fólks sem vinnur í ferðaþjónustu í Abisko og nágrenni í Norður-Svíþjóð hefur undanfarið verið á námskeiði til að geta sagt ferðamönnum til um norðurljósin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×