Tvö tíu marka tímabil á sama árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2012 06:45 Alfreð fagnar með Heerenveen. Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum á árinu 2012 og hefur náð klassísku takmarki markaskorarans á tveimur stöðum – með Helsingborg í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi. Fréttablaðið skoðar í dag frammistöðu þessa sjóðheita markaskorara úr Kópavo Alfreð Finnbogason var í hörkubaráttu um markakóngstitilinn í sænsku deildinni í byrjun ágúst þegar hann söðlaði um og fór yfir til Marco Van Basten í Hollandi. Nú þremur mánuðum síðar er Alfreð aftur í baráttu um markakóngstitil og nú í hollensku deildinni. Alfreð tryggði Heerenveen jafntefli á móti VVV-Venlo um síðustu helgi og náði þá því magnaða afreki að eiga tvö tíu marka tímabil á sama árinu. Alfreð fór reyndar rólega af stað með Helsingborg í Svíþjóð eftir að hafa verið lánaður þangað frá belgíska félaginu Lokeren. Í maímánuði fór Alfreð hins vegar að raða inn mörkum og eftir að hafa skorað tvö mörk í sigri á Kalmar var hann búinn að skora 9 mörk í 8 leikjum. Alfreð hafði verið í láni hjá sænska liðinu en 16. ágúst seldi Lokeren hann til Heerenveen þar sem hann skrifaði undir þriggja ára samning. Ekki skemmdi þar fyrir að Alfreð hitti þar fyrir Marco van Basten, sem er af mörgum talinn vera einn allra fremsti framherji allra tíma. Van Basten setti Alfreð inn í byrjunarliðið í fyrsta leik og þar hefur hann verið síðan. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leik, markalausu jafntefli við AZ Alkmaar, en skoraði hins vegar tvö mörk á stóra sviðinu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ajax. Alfreð skoraði síðan í fimm leikjum í röð frá 29. september til 4. nóvember og hefur nú alls skorað 10 mörk í fyrstu 12 deildarleikjum sínum með Heerenveen. Alfreð skoraði auk þess fernu í bikarsigri á Kozakken Boys í lok september og er alls kominn með 30 mörk í 43 leikjum fyrir Lokeren, Helsingborg, Heerenveen og íslenska landsliðið á árinu 2012. Alfreð fær ekki bæði tímabilin hjá Helsingborg og Heerenveen tekin gild í keppninni um Gullskó Evrópu heldur aðeins annað þeirra en annars væri staðan eins og sjá má hér til hliðar. Alfreð fær eitt stig fyrir öll mörkin sín í Svíþjóð en 1,5 stig fyrir hvert mark í Hollandi. Leikmenn í bestu deildunum eins og í Englandi og Spáni fá síðan tvö stig fyrir hvert mark. Nú eru enn eftir fimm leikir á árinu og hver veit því hver lokatalan verður á einu mesta markaári íslensks leikmanns fyrr og síðar.Ætti toppslagurinn um Gullskó Evrópu að standa svona núna? Alfreð Finnbogason væri fyrir ofan þá Cristiano Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic í keppninni um Gullskó Evrópu ef hann fengi bæði tímabilin hjá Helsingborg og Heerenveen tekin gild. Gullskór Evrópu 2012-13 er verðlaun fyrir þær deildir sem eru spilaðir um sumarið 2012 og um veturinn 2012-13. Samkvæmt reglum UEFA þá fá leikmenn hins vegar aðeins annað tímabilið tekið gilt hafi þeir náð að spila bæði í sumar- og vetrardeild á tímabilinu. Alfreð fær eitt stig fyrir öll mörkin sín í Svíþjóð en 1,5 stig fyrir hvert mark í hollensku deildinni sem er talin vera betri. Leikmenn í bestu deildunum eins og í Englandi og Spáni fá síðan tvö stig fyrir hvert mark.Staðan í baráttunni um Gullskó Evrópu 1. Lionel Messi, Barcelona 19 mörk – 38 stig 2. Arturas Rimkevicius, Siauliai (Litháen) 35 mörk – 35 stig3. Alfreð Finnbogason, Helsingborg/Heerenveen 22 mörk – 27 stig 4. Henrikh Mkhitaryan, Shakhtar Donetsk (Úkraínu) 17 mörk – 25,5 stig 4. Philipp Hosiner, Austria Wien (Austurríki) 17 mörk – 25,5 stig 6. Cristiano Ronaldo, Real Madrid (Spáni) 12 mörk – 24 stig 6. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain (Frakklandi) 12 mörk – 24 stig Fótbolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum á árinu 2012 og hefur náð klassísku takmarki markaskorarans á tveimur stöðum – með Helsingborg í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi. Fréttablaðið skoðar í dag frammistöðu þessa sjóðheita markaskorara úr Kópavo Alfreð Finnbogason var í hörkubaráttu um markakóngstitilinn í sænsku deildinni í byrjun ágúst þegar hann söðlaði um og fór yfir til Marco Van Basten í Hollandi. Nú þremur mánuðum síðar er Alfreð aftur í baráttu um markakóngstitil og nú í hollensku deildinni. Alfreð tryggði Heerenveen jafntefli á móti VVV-Venlo um síðustu helgi og náði þá því magnaða afreki að eiga tvö tíu marka tímabil á sama árinu. Alfreð fór reyndar rólega af stað með Helsingborg í Svíþjóð eftir að hafa verið lánaður þangað frá belgíska félaginu Lokeren. Í maímánuði fór Alfreð hins vegar að raða inn mörkum og eftir að hafa skorað tvö mörk í sigri á Kalmar var hann búinn að skora 9 mörk í 8 leikjum. Alfreð hafði verið í láni hjá sænska liðinu en 16. ágúst seldi Lokeren hann til Heerenveen þar sem hann skrifaði undir þriggja ára samning. Ekki skemmdi þar fyrir að Alfreð hitti þar fyrir Marco van Basten, sem er af mörgum talinn vera einn allra fremsti framherji allra tíma. Van Basten setti Alfreð inn í byrjunarliðið í fyrsta leik og þar hefur hann verið síðan. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leik, markalausu jafntefli við AZ Alkmaar, en skoraði hins vegar tvö mörk á stóra sviðinu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ajax. Alfreð skoraði síðan í fimm leikjum í röð frá 29. september til 4. nóvember og hefur nú alls skorað 10 mörk í fyrstu 12 deildarleikjum sínum með Heerenveen. Alfreð skoraði auk þess fernu í bikarsigri á Kozakken Boys í lok september og er alls kominn með 30 mörk í 43 leikjum fyrir Lokeren, Helsingborg, Heerenveen og íslenska landsliðið á árinu 2012. Alfreð fær ekki bæði tímabilin hjá Helsingborg og Heerenveen tekin gild í keppninni um Gullskó Evrópu heldur aðeins annað þeirra en annars væri staðan eins og sjá má hér til hliðar. Alfreð fær eitt stig fyrir öll mörkin sín í Svíþjóð en 1,5 stig fyrir hvert mark í Hollandi. Leikmenn í bestu deildunum eins og í Englandi og Spáni fá síðan tvö stig fyrir hvert mark. Nú eru enn eftir fimm leikir á árinu og hver veit því hver lokatalan verður á einu mesta markaári íslensks leikmanns fyrr og síðar.Ætti toppslagurinn um Gullskó Evrópu að standa svona núna? Alfreð Finnbogason væri fyrir ofan þá Cristiano Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic í keppninni um Gullskó Evrópu ef hann fengi bæði tímabilin hjá Helsingborg og Heerenveen tekin gild. Gullskór Evrópu 2012-13 er verðlaun fyrir þær deildir sem eru spilaðir um sumarið 2012 og um veturinn 2012-13. Samkvæmt reglum UEFA þá fá leikmenn hins vegar aðeins annað tímabilið tekið gilt hafi þeir náð að spila bæði í sumar- og vetrardeild á tímabilinu. Alfreð fær eitt stig fyrir öll mörkin sín í Svíþjóð en 1,5 stig fyrir hvert mark í hollensku deildinni sem er talin vera betri. Leikmenn í bestu deildunum eins og í Englandi og Spáni fá síðan tvö stig fyrir hvert mark.Staðan í baráttunni um Gullskó Evrópu 1. Lionel Messi, Barcelona 19 mörk – 38 stig 2. Arturas Rimkevicius, Siauliai (Litháen) 35 mörk – 35 stig3. Alfreð Finnbogason, Helsingborg/Heerenveen 22 mörk – 27 stig 4. Henrikh Mkhitaryan, Shakhtar Donetsk (Úkraínu) 17 mörk – 25,5 stig 4. Philipp Hosiner, Austria Wien (Austurríki) 17 mörk – 25,5 stig 6. Cristiano Ronaldo, Real Madrid (Spáni) 12 mörk – 24 stig 6. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain (Frakklandi) 12 mörk – 24 stig
Fótbolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu