Innlent

Netöryggi á oddinn á Norðurlöndum

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.
Norðurlandaríkin hyggja á meiri samvinnu í netöryggismálum. Þetta var ein af niðurstöðum ráðherrafundar um öryggismál sem haldinn var í Reykjavík í gær.„Einhugur var um að Norðurlandaríkin ættu að efla og treysta samstarf sitt á sviði netöryggis," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið.Fundinn sóttu, ásamt Ögmundi, innanríkisráðherra Finnlands, ráðuneytisstjóri norska dóms- og almannaöryggisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri sænska varnarmálaráðuneytisins auk sérfræðinga landanna á þessum sviðum.Skýrsla 22. júlí-nefndarinnar í Noregi um viðbrögð við voðaverkunum í Ósló í fyrrasumar kom einnig til tals.„Norðmennirnir greindu okkur frá niðurstöðum sínum og hvernig hægt væri að taka á þeim brotalömum sem komu í ljós í öryggismálum, en jafnframt að gæta að undirstöðum lýðræðislegs samfélags," sagði Ögmundur. - þj

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.