Innlent

Netöryggi á oddinn á Norðurlöndum

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Norðurlandaríkin hyggja á meiri samvinnu í netöryggismálum. Þetta var ein af niðurstöðum ráðherrafundar um öryggismál sem haldinn var í Reykjavík í gær.

„Einhugur var um að Norðurlandaríkin ættu að efla og treysta samstarf sitt á sviði netöryggis," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið.

Fundinn sóttu, ásamt Ögmundi, innanríkisráðherra Finnlands, ráðuneytisstjóri norska dóms- og almannaöryggisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri sænska varnarmálaráðuneytisins auk sérfræðinga landanna á þessum sviðum.

Skýrsla 22. júlí-nefndarinnar í Noregi um viðbrögð við voðaverkunum í Ósló í fyrrasumar kom einnig til tals.

„Norðmennirnir greindu okkur frá niðurstöðum sínum og hvernig hægt væri að taka á þeim brotalömum sem komu í ljós í öryggismálum, en jafnframt að gæta að undirstöðum lýðræðislegs samfélags," sagði Ögmundur. - þjAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.