Lagerbäck: Þurfum að spila vel í 90 mínútur 20. október 2012 10:00 Lars Lagerbäck, fyrir miðju, stýrir hér landsliðsæfingu á Laugardalsvellinum. Hann gjóir augum til aðstoðarþjálfarans Heimis Hallgrímssonar.fréttablaðið/stefán Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í knattspyrnu er ánægður með sitt fyrsta ár í starfi hjá KSÍ. Hann segir að landsliðið standi vel í baráttunni um að komast í úrslitakeppni HM 2014 og að framtíð þess sé afar björt. Rétt rúmt ár er síðan að Lars Lagerbäck var kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þó svo að biðin eftir fyrsta sigrinum hafi verið löng hefur margt jákvætt einkennt landsliðið sem fékk til að mynda sex stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppni HM 2014. Er það besta byrjun Íslands í undankeppni stórmóts frá upphafi. Væntingar voru því miklar þegar að sterkt lið Sviss kom í heimsókn. Ísland tapaði, 2-0, og vonbrigðin mikil eftir því – ekki síst hjá landsliðsþjálfaranum sjálfum. „Mér finnst alltaf betra að sætta mig við tap þegar að andstæðingurinn var án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum," segir Lars en Fréttablaðið ræddi við hann yfir kaffibolla á Hótel Hilton í vikunni. Þar býr Lagerbäck þegar hann dvelur hér á landi. Bækistöðvarnar eru heima í Stokkhólmi. „Það tekur mig fjóra, fimm eða sex daga til viðbótar að ná þessu úr mér. Svo byrjar þetta aftur upp á nýtt og við hefjum undirbúning fyrir vináttuleikinn við Andorra," segir hann en Ísland mætir smáríkinu úr Pýrenafjöllunum um miðjan næsta mánuð. Mörg stig innan seilingarLagerbäck segir að þó svo að árangurinn hafi verið góður hingað til hafi liðið verið svo nálægt því að geta gert enn betur. „Það hefur margt jákvætt gerst og við Heimir [Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari] ræddum það þegar við fórum yfir leikinn. Við töpuðum með einu marki í vináttuleikjum gegn Svíþjóð og Frakklandi. Við höfum líka spilað við Noreg og Sviss sem eru meðal 25 sterkustu liða heims. Við unnum Noreg og vorum næstum því betri aðilinn gegn Sviss," segir hann. „Það er mikilvægt að koma þeim skilaboðum til leikmanna að við erum að færast nær markmiðum okkar. Þessir ungu leikmenn bæta sig með hverjum mánuði sem líður. Ef allir halda heilsu og við hættum að safna gulum spjöldum tel ég góðan möguleika á því að safna mörgum stigum á næsta ári." Leikmenn þurfa að spila meiraÍsland á ungt og efnilegt landsið og er framtíðin björt. Lagerbäck segir að næsta skref er að þetta unga lið sýni meiri stöðugleika. „Næsta skref hjá okkur er að spila vel í 90 mínútur. Þetta hefur verið of kaflaskipt hjá okkur hingað til," segir hann og bendir á að vandamálið gæti stafað af því af of margir leikmenn í íslenska landsliðinu eru í aukahlutverkum í sínum félagsliðum. „Í okkar liði eru leikmenn sem eru ekki að spila í hverri viku með sínum félagsliðum. Það vill oft valda því að við erum að gera of mikið af smávægilegum mistökum sem geta reynst dýrkeypt. Af því þurfum við að læra. Leikmenn þurfa að finna hvatninguna til að standa sig vel með sínum félagsliðum og gefa allt í hverja einustu æfingu. Þeir þurfa margir hverjir að spila fleiri góða og stóra leiki en þeir gera nú." Ferðalögin erfiðLagerbäck er ánægður í starfi sínu hjá KSÍ og segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Almennt séð hefur þetta fyrsta ár gengið vel. Leikmenn hafa hagað sér mjög fagmannlega og lagt mjög mikið á sér. Viðhorf leikmanna er sérstaklega gott og helst að það hafi komið mér þægilega á óvart. Þeir hafa virkilega mikinn metnað til að standa sig vel." Hann segir samstarf sitt við aðra starfsmenn KSÍ ganga vel og að umhverfið sé gott. Lagerbäck starfaði lengi hjá sænska knattspyrnusambandinu og svo því nígeríska, áður en hann kom til starfa hér á landi. „Ég vissi fyrirfram að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn mikill og í hinum löndunum. Til að mynda eru ferðalögin erfið vegna þess að við höfum ekki efni á því að taka leiguflug beint á áfangastað. Ferðalögin eru því löng með tilheyrandi bið á flugvöllum. En ég vissi líka fyrirfram að það yrði raunin." Ég vona að Heimir taki viðHann hefur áður greint frá því að hann hafi tekið að sér landsliðsþjálfarastarfið vegna þess að Ísland eigi ungt og spennandi landslið. Margir hafa bent á að það sé raunhæft fyrir íslenska landsliðið að stefna á úrslitakeppni EM 2016 enda munu 24 lið taka þátt í henni, ekki sextán eins og hefur verið hingað til. „Ég vona að við komumst í úrslitakeppni HM í Brasilíu," segir hann, sposkur á svip, spurður hvort það heilli ekki að halda áfram þjálfun liðsins að lokinni núverandi undankeppni. „Sviss er með gott lið en við erum mjög vel staddir í baráttunni um annað sæti." Samningur Lagerbäck rennur út í lok núverandi undankeppni og vill hann lítið gefa út um framhaldið. „Ég vona bara að þessi maður taki við – hvenær sem það verði," segir hann um leið og Heimir Hallgrímsson heilsar upp á okkur. „Ég held að hann muni taka við, þú mátt endilega skrifa það." Hann neitar því ekki að það væri spennandi tilhugsun að fá að þjálfa þetta lið næstu árin. „Þess vegna sagði ég já þegar ég fékk starfstilboðið. Liðið er mjög athyglisvert og ef allir þessir ungu leikmenn halda áfram að spila og bæta sig verður mjög svo athyglisvert að fá að þjálfa þetta lið eftir 2-3 ár. Við eigum líka fleiri góða unga leikmenn sem eru að koma upp – eins og Aron Jóhannsson í AGF og leikmenn úr U-17 liðinu sem keppti í úrslitakeppni EM í vor. Ég ætla að fylgjast með framgangi þessa liðs næstu árin. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í knattspyrnu er ánægður með sitt fyrsta ár í starfi hjá KSÍ. Hann segir að landsliðið standi vel í baráttunni um að komast í úrslitakeppni HM 2014 og að framtíð þess sé afar björt. Rétt rúmt ár er síðan að Lars Lagerbäck var kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þó svo að biðin eftir fyrsta sigrinum hafi verið löng hefur margt jákvætt einkennt landsliðið sem fékk til að mynda sex stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppni HM 2014. Er það besta byrjun Íslands í undankeppni stórmóts frá upphafi. Væntingar voru því miklar þegar að sterkt lið Sviss kom í heimsókn. Ísland tapaði, 2-0, og vonbrigðin mikil eftir því – ekki síst hjá landsliðsþjálfaranum sjálfum. „Mér finnst alltaf betra að sætta mig við tap þegar að andstæðingurinn var án nokkurs vafa betri aðilinn í leiknum," segir Lars en Fréttablaðið ræddi við hann yfir kaffibolla á Hótel Hilton í vikunni. Þar býr Lagerbäck þegar hann dvelur hér á landi. Bækistöðvarnar eru heima í Stokkhólmi. „Það tekur mig fjóra, fimm eða sex daga til viðbótar að ná þessu úr mér. Svo byrjar þetta aftur upp á nýtt og við hefjum undirbúning fyrir vináttuleikinn við Andorra," segir hann en Ísland mætir smáríkinu úr Pýrenafjöllunum um miðjan næsta mánuð. Mörg stig innan seilingarLagerbäck segir að þó svo að árangurinn hafi verið góður hingað til hafi liðið verið svo nálægt því að geta gert enn betur. „Það hefur margt jákvætt gerst og við Heimir [Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari] ræddum það þegar við fórum yfir leikinn. Við töpuðum með einu marki í vináttuleikjum gegn Svíþjóð og Frakklandi. Við höfum líka spilað við Noreg og Sviss sem eru meðal 25 sterkustu liða heims. Við unnum Noreg og vorum næstum því betri aðilinn gegn Sviss," segir hann. „Það er mikilvægt að koma þeim skilaboðum til leikmanna að við erum að færast nær markmiðum okkar. Þessir ungu leikmenn bæta sig með hverjum mánuði sem líður. Ef allir halda heilsu og við hættum að safna gulum spjöldum tel ég góðan möguleika á því að safna mörgum stigum á næsta ári." Leikmenn þurfa að spila meiraÍsland á ungt og efnilegt landsið og er framtíðin björt. Lagerbäck segir að næsta skref er að þetta unga lið sýni meiri stöðugleika. „Næsta skref hjá okkur er að spila vel í 90 mínútur. Þetta hefur verið of kaflaskipt hjá okkur hingað til," segir hann og bendir á að vandamálið gæti stafað af því af of margir leikmenn í íslenska landsliðinu eru í aukahlutverkum í sínum félagsliðum. „Í okkar liði eru leikmenn sem eru ekki að spila í hverri viku með sínum félagsliðum. Það vill oft valda því að við erum að gera of mikið af smávægilegum mistökum sem geta reynst dýrkeypt. Af því þurfum við að læra. Leikmenn þurfa að finna hvatninguna til að standa sig vel með sínum félagsliðum og gefa allt í hverja einustu æfingu. Þeir þurfa margir hverjir að spila fleiri góða og stóra leiki en þeir gera nú." Ferðalögin erfiðLagerbäck er ánægður í starfi sínu hjá KSÍ og segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Almennt séð hefur þetta fyrsta ár gengið vel. Leikmenn hafa hagað sér mjög fagmannlega og lagt mjög mikið á sér. Viðhorf leikmanna er sérstaklega gott og helst að það hafi komið mér þægilega á óvart. Þeir hafa virkilega mikinn metnað til að standa sig vel." Hann segir samstarf sitt við aðra starfsmenn KSÍ ganga vel og að umhverfið sé gott. Lagerbäck starfaði lengi hjá sænska knattspyrnusambandinu og svo því nígeríska, áður en hann kom til starfa hér á landi. „Ég vissi fyrirfram að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn mikill og í hinum löndunum. Til að mynda eru ferðalögin erfið vegna þess að við höfum ekki efni á því að taka leiguflug beint á áfangastað. Ferðalögin eru því löng með tilheyrandi bið á flugvöllum. En ég vissi líka fyrirfram að það yrði raunin." Ég vona að Heimir taki viðHann hefur áður greint frá því að hann hafi tekið að sér landsliðsþjálfarastarfið vegna þess að Ísland eigi ungt og spennandi landslið. Margir hafa bent á að það sé raunhæft fyrir íslenska landsliðið að stefna á úrslitakeppni EM 2016 enda munu 24 lið taka þátt í henni, ekki sextán eins og hefur verið hingað til. „Ég vona að við komumst í úrslitakeppni HM í Brasilíu," segir hann, sposkur á svip, spurður hvort það heilli ekki að halda áfram þjálfun liðsins að lokinni núverandi undankeppni. „Sviss er með gott lið en við erum mjög vel staddir í baráttunni um annað sæti." Samningur Lagerbäck rennur út í lok núverandi undankeppni og vill hann lítið gefa út um framhaldið. „Ég vona bara að þessi maður taki við – hvenær sem það verði," segir hann um leið og Heimir Hallgrímsson heilsar upp á okkur. „Ég held að hann muni taka við, þú mátt endilega skrifa það." Hann neitar því ekki að það væri spennandi tilhugsun að fá að þjálfa þetta lið næstu árin. „Þess vegna sagði ég já þegar ég fékk starfstilboðið. Liðið er mjög athyglisvert og ef allir þessir ungu leikmenn halda áfram að spila og bæta sig verður mjög svo athyglisvert að fá að þjálfa þetta lið eftir 2-3 ár. Við eigum líka fleiri góða unga leikmenn sem eru að koma upp – eins og Aron Jóhannsson í AGF og leikmenn úr U-17 liðinu sem keppti í úrslitakeppni EM í vor. Ég ætla að fylgjast með framgangi þessa liðs næstu árin.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira