Færeyingar færast nær réttarbreytingu Guðsteinn skrifar 13. október 2012 00:30 Færeyski tónlistarmaðurinn sem náði sér aldrei andlega eftir alvarlega líkamsárás fyrir sex árum.Mynd/NUD Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri." Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri."
Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05