Aron Einar: Við viljum kvitta fyrir Kýpurleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. október 2012 08:00 Innköstin hjá landsliðsfyrirliðanum eiga alveg örugglega eftir að skapa usla í Tírana í kvöld. fréttablaðið/vilhelm Íslenska landsliðið mætir því albanska ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og fer fram á Qemal Stafa-vellinum í Tírana og er búist við fjölda háværra áhorfenda á völlinn. Ísland er í öðru sæti riðilsins eftir tvo leiki. Strákarnir unnu Noreg í fyrsta leik en töpuðu svo ytra gegn Kýpur í slökum leik. Albanir eru einnig með þrjú stig eftir tvo leiki. „Ég hef ekki komið hingað áður og þetta er sérstakt land. Við höfum samt lítið farið af hótelinu. Við mættum samt einum með haglabyssu og skotbelti á gangi úti á götu er við vorum í rútu á leið upp á hótel. Það var óneitanlega sérstakt," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson um sín fyrstu kynni af Albaníu en hann segist ekki vera farinn að skipuleggja sumarfrí í Albaníu. Liðið hefur fengið fínan undirbúning fyrir þennan leik og Aron segir að liðið setji alltaf pressu á sig. „Við viljum sýna að þessi Kýpur-leikur var eitthvað sem gerist bara einu sinni. Það er fínt að fá þennan leik svona fljótt á eftir svo við getum hætt að grenja yfir þessum Kýpurleik. Við vitum manna best að við vorum ekki upp á okkar besta. Við ætlum að breyta því núna og vonandi náum við okkar spili í gang. Þá er allt hægt í þessu," sagði Aron Einar en hann gerir sér að sama skapi grein fyrir því að andstæðingurinn er hættulegur. „Þeir eru með mjög sterkan heimavöll og þetta verður erfitt. Við búumst við baráttu og látum. Við verðum að vera klárir í það. Okkar markmið er samt að snúa við þessum Kýpurleik." Aron segir að liðið hafi lært margt af Kýpurleiknum. „Það má taka margt úr honum. Við héldum boltanum ekki vel og vorum að pressa stíft þegar við hefðum átt að sitja niðri og loka svæðum. Það var lærdómur og við erum reynslunni ríkari." Albanía vann 3-1 heimasigur á Kýpur en sá sigur ku hafa verið óverðskuldaður. Engu að síður eru liðin svipuð að styrkleika. „Albanir eru flinkir eins og Kýpverjarnir. Þeir eiga samt stóra framherja og við vitum að þeir munu sparka boltanum hærra upp völlinn en Kýpverjar. Þeir skjóta líka mikið á markið. Við erum vel undirbúnir og vitum hvað við erum að fara út í. Þessi heimavöllur er samt líflegri en á Kýpur. Hér eru áhorfendur mjög líflegir og láta í sér heyra. Það verður upplifun að spila fyrir klikkaðan múg. Það verður bara gaman." Aron segir að strákarnir hefðu verið sáttir við stig á Kýpur en þar sem það hafi ekki gengið sé meiri pressa að taka stig núna. „Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá verðum við að fara að gera eitthvað almennilegt. Við erum búnir að vinna vel í varnarleiknum og þétta svæðin. Það vantaði í síðasta leik," sagði Aron en hvað er markmiðið fyrir leikinn? „Við viljum ná upp okkar leik og helst taka þrjú stig. Það verður erfitt og erfiðara en gegn Kýpur. Ef við ætlum að fara eitthvað í þessum riðli þá verðum við að fá stig á útivelli og nú er kjörið tækifæri fyrir okkur til þess að girða upp um okkur." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Íslenska landsliðið mætir því albanska ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og fer fram á Qemal Stafa-vellinum í Tírana og er búist við fjölda háværra áhorfenda á völlinn. Ísland er í öðru sæti riðilsins eftir tvo leiki. Strákarnir unnu Noreg í fyrsta leik en töpuðu svo ytra gegn Kýpur í slökum leik. Albanir eru einnig með þrjú stig eftir tvo leiki. „Ég hef ekki komið hingað áður og þetta er sérstakt land. Við höfum samt lítið farið af hótelinu. Við mættum samt einum með haglabyssu og skotbelti á gangi úti á götu er við vorum í rútu á leið upp á hótel. Það var óneitanlega sérstakt," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson um sín fyrstu kynni af Albaníu en hann segist ekki vera farinn að skipuleggja sumarfrí í Albaníu. Liðið hefur fengið fínan undirbúning fyrir þennan leik og Aron segir að liðið setji alltaf pressu á sig. „Við viljum sýna að þessi Kýpur-leikur var eitthvað sem gerist bara einu sinni. Það er fínt að fá þennan leik svona fljótt á eftir svo við getum hætt að grenja yfir þessum Kýpurleik. Við vitum manna best að við vorum ekki upp á okkar besta. Við ætlum að breyta því núna og vonandi náum við okkar spili í gang. Þá er allt hægt í þessu," sagði Aron Einar en hann gerir sér að sama skapi grein fyrir því að andstæðingurinn er hættulegur. „Þeir eru með mjög sterkan heimavöll og þetta verður erfitt. Við búumst við baráttu og látum. Við verðum að vera klárir í það. Okkar markmið er samt að snúa við þessum Kýpurleik." Aron segir að liðið hafi lært margt af Kýpurleiknum. „Það má taka margt úr honum. Við héldum boltanum ekki vel og vorum að pressa stíft þegar við hefðum átt að sitja niðri og loka svæðum. Það var lærdómur og við erum reynslunni ríkari." Albanía vann 3-1 heimasigur á Kýpur en sá sigur ku hafa verið óverðskuldaður. Engu að síður eru liðin svipuð að styrkleika. „Albanir eru flinkir eins og Kýpverjarnir. Þeir eiga samt stóra framherja og við vitum að þeir munu sparka boltanum hærra upp völlinn en Kýpverjar. Þeir skjóta líka mikið á markið. Við erum vel undirbúnir og vitum hvað við erum að fara út í. Þessi heimavöllur er samt líflegri en á Kýpur. Hér eru áhorfendur mjög líflegir og láta í sér heyra. Það verður upplifun að spila fyrir klikkaðan múg. Það verður bara gaman." Aron segir að strákarnir hefðu verið sáttir við stig á Kýpur en þar sem það hafi ekki gengið sé meiri pressa að taka stig núna. „Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá verðum við að fara að gera eitthvað almennilegt. Við erum búnir að vinna vel í varnarleiknum og þétta svæðin. Það vantaði í síðasta leik," sagði Aron en hvað er markmiðið fyrir leikinn? „Við viljum ná upp okkar leik og helst taka þrjú stig. Það verður erfitt og erfiðara en gegn Kýpur. Ef við ætlum að fara eitthvað í þessum riðli þá verðum við að fá stig á útivelli og nú er kjörið tækifæri fyrir okkur til þess að girða upp um okkur."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira