Öll magnkaup á áburði skal tilkynna til lögreglu 5. október 2012 01:00 Koma á í veg fyrir að einstaklingar geti komið sér upp efnum til sprengjugerðar. Vélmenni leitar að sprengju við Stjórnarráðshúsið í janúar. fréttablaðið/stefán Lögreglunni verður tryggður aðgangur að upplýsingum um kaup á áburði sem inniheldur ammoníumnítrat, samkvæmt frumvarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um vopn, sprengiefni og skotelda. Ekki eru ákvæði um framleiðslu sprengiefnis í gildandi vopnalögum. Frumvarpið leggur þá skyldu á þá sem framleiða, flytja inn eða versla með sprengiefni eða áburð að tilkynna um öll magnkaup til lögreglunnar. Er þá miðað við að magn sprengiefnis eða íblöndunarefna, það er áburðar, fari yfir 500 kíló á sex mánuðum. Ögmundur segir frumvarpinu ætlað að koma í veg fyrir að fólk komi sér upp sprengjubirgðum. „Við horfum þarna til voðaverka eins og í Noregi í júlí í fyrra og annars af því tagi. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir og hugsað í þeim anda, samkvæmt ráðleggingum lögreglu. Þarna tökum við mið af því sem Norðurlandaþjóðirnar eru að gera. Við setjum markið ekki mjög lágt, en reynum að finna eðlileg mörk hvað þetta snertir.“ Verði frumvarpið að lögum getur lögreglustjóri hvenær sem er krafist þess að fá aðgang að húsnæði þar sem sprengiefni er framleitt eða geymt og þarf hann ekki sérstaka heimild fyrir því. Í frumvarpinu eru strangari skorður varðandi vopnaeign, til dæmis hvað varðar innflutning á hálfsjálfvirkum byssum. Þá má hver einstaklingur ekki eiga fleiri en 20 skotvopn. „Með frumvarpinu er stefnt að því að setja heldur strangari skorður við vopnaeign en verið hefur í lögum. Þó er ekki gengið svo langt að íþróttamönnum á þessu sviði, eða skotveiðimönnum, sé settur stóllinn fyrir dyrnar. Það er reynt að þræða hinn gullna meðalveg í þeim efni. Á hinn bóginn er reynt að koma í veg fyrir vopnaeign sem er af annarri rót sprottin.“ Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Lögreglunni verður tryggður aðgangur að upplýsingum um kaup á áburði sem inniheldur ammoníumnítrat, samkvæmt frumvarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um vopn, sprengiefni og skotelda. Ekki eru ákvæði um framleiðslu sprengiefnis í gildandi vopnalögum. Frumvarpið leggur þá skyldu á þá sem framleiða, flytja inn eða versla með sprengiefni eða áburð að tilkynna um öll magnkaup til lögreglunnar. Er þá miðað við að magn sprengiefnis eða íblöndunarefna, það er áburðar, fari yfir 500 kíló á sex mánuðum. Ögmundur segir frumvarpinu ætlað að koma í veg fyrir að fólk komi sér upp sprengjubirgðum. „Við horfum þarna til voðaverka eins og í Noregi í júlí í fyrra og annars af því tagi. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir og hugsað í þeim anda, samkvæmt ráðleggingum lögreglu. Þarna tökum við mið af því sem Norðurlandaþjóðirnar eru að gera. Við setjum markið ekki mjög lágt, en reynum að finna eðlileg mörk hvað þetta snertir.“ Verði frumvarpið að lögum getur lögreglustjóri hvenær sem er krafist þess að fá aðgang að húsnæði þar sem sprengiefni er framleitt eða geymt og þarf hann ekki sérstaka heimild fyrir því. Í frumvarpinu eru strangari skorður varðandi vopnaeign, til dæmis hvað varðar innflutning á hálfsjálfvirkum byssum. Þá má hver einstaklingur ekki eiga fleiri en 20 skotvopn. „Með frumvarpinu er stefnt að því að setja heldur strangari skorður við vopnaeign en verið hefur í lögum. Þó er ekki gengið svo langt að íþróttamönnum á þessu sviði, eða skotveiðimönnum, sé settur stóllinn fyrir dyrnar. Það er reynt að þræða hinn gullna meðalveg í þeim efni. Á hinn bóginn er reynt að koma í veg fyrir vopnaeign sem er af annarri rót sprottin.“
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira