Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir 28. september 2012 08:00 Vandlega falið Hluti amfetamínsins var vel falinn undir sætum bíls sem einn hinna grunuðu ók til Danmerkur í ágúst.Mynd/danska lögreglan „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira