Fótbolti

Finnum fyrir auknum áhuga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar hlustar hér á fyrirmæli Lagerbäck á æfingu.fréttablaðið/anton
Aron Einar hlustar hér á fyrirmæli Lagerbäck á æfingu.fréttablaðið/anton
Aron Einar Gunnarsson neitar því ekki að það verði sérstök stund fyrir sig að leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll í sínum fyrsta mótsleik sem fyrirliði.

„Það er smá stress sem fylgir því en ég er stoltur af þessu. Þetta verður gaman og vonandi náum við þremur stigum sem skiptir auðvitað mestu máli," sagði Aron á blaðamannafundi í gær.

Margir ungir leikmenn hafa komið inn í landsliðið á síðustu árum og nú verður þessi nýja kynslóð í aðalhlutverki í undankeppninni sem er að hefjast.

„Við finnum ekki fyrir aukinni pressu á okkur. Við finnum fyrst og fremst fyrir auknum áhuga eins og sýndi sig þegar rúmlega sjö þúsund áhorfendur komu á leikinn gegn Færeyjum. Það hefur verið meiri jákvæðni í garð landsliðsins og er það frábært," sagði hann.

„Auðvitað finnum við fyrir því að það eru gerðar kröfur til okkar en það er bara hluti af þessu. Við erum ákveðnir í að sýna okkar rétta andlit og gera eitthvað gott með íslenska landsliðinu. Það ríkir mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þennan fyrsta leik," bætti fyrirliðinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×