Fótbolti

Enginn Rio í landsliðinu | Shawcross og Lennon valdir

Ryan Shawcross í leik með Stoke.
Ryan Shawcross í leik með Stoke.
Ryan Shawcross, leikmaður Stoke, og Aaron Lennon hjá Tottenham voru báðir valdir í enska landsliðið á nýjan leik í dag. Roy Hodgson landsliðsþjálfari valdi þá hópinn fyrir leikina gegn San Marínó og Pólland í undankeppni HM.

Shawcross hefur áður verið í hópnum en ekki enn spilað landsleik. Hann tekur sæti John Terry í hópnum en Terry er hættur í landsliðinu eins og flestum ætti að vera kunnugt um.

Lennon hefur ekki verið í hópnum í tvö ár. Wayne Rooney snýr aftur eftir meiðsli og svo var Fraser Forster, markvörður Celtic, valinn í hópinn í fyrsta skipti.

Ekkert pláss var fyrir Rio Ferdinand í hópnum líkt og búist var við. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan árið 2011 og landsliðsferli hans virðist vera lokið.

Hópurinn:

Markverðir: Fraser Forster (Celtic), Joe Hart (Manchester City), John Ruddy (Norwich)

Varnarmenn: Leighton Baines (Everton), Gary Cahill (Chelsea), Ashley Cole (Chelsea), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Glen Johnson (Liverpool), Joleon Lescott (Manchester City), Ryan Shawcross (Stoke), Kyle Walker (Tottenham)

Miðjumenn: Michael Carrick (Manchester United), Tom Cleverley (Manchester United), Steven Gerrard (Liverpool), Adam Johnson (Sunderland), Aaron Lennon (Tottenham), Frank Lampard (Chelsea), James Milner (Manchester City), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Theo Walcott (Arsenal)

Framherjar: Andy Carroll (West Ham), Jermain Defoe (Tottenham), Wayne Rooney (Manchester United), Danny Welbeck (Manchester United)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×