Lestur sem hentar öllum nemendum 27. ágúst 2012 00:01 Aðferðin gengur út á að börnin lesi saman í pörum og hjálpist að. Hún hefur gefið góða raun. nordicphotos/getty images Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestrarkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika,“ segir Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafningjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leiðréttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínútur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestrarþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateymis í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgreiningar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira