Innlent

Íslandsklukkunni hringt 150 sinnum

Hringir inn afmælið Íslandsklukkan við Háskólann á Akureyri hringir inn stórafmæli bæjarins í dag.
Hringir inn afmælið Íslandsklukkan við Háskólann á Akureyri hringir inn stórafmæli bæjarins í dag.
Afmælisvaka, 150 ára afmælishátíð Akureyrar, hefst formlega í dag. Hátíðarhöldin hefjast klukkan tvö eftir hádegi með því að Íslandsklukkunni við Háskólann á Akureyri verður hringt 150 sinnum í tilefni afmælisins.

Hátíðin stendur yfir til 2. september. Meðal atriða verður Götulistahátíðin Hafurtask, þar sem um 120 ungmenni leika listir sínar víðs vegar í miðbænum. Þá mun hljómsveitin Bravóbítlarnir stíga á svið, en hún hlaut fyrst athygli árið 1965 þegar hún hitaði upp fyrir ensku hljómsveitina The Kinks á tónleikum í Reykjavík.

Á sjálfan afmælisdaginn, 29. ágúst, safnast skólabörn saman í miðbænum og gefa bænum einstaka afmælisgjöf. Bæjarstjórn Akureyrar heldur hátíðarfund í Hofi og Afmæliskór Akureyrar flytur ný verk nokkurra tónskálda sem tengjast bænum.

Einnig verður mikið um dýrðir seinni helgina, 30. ágúst til 2. september, og má þar nefna frumsýningu á Borgarinnunni í Samkomuhúsinu, Exodus raftónleika, Rökkurró í Lystigarðinum, kjötkveðjuhátíðina Lyst með List og afmælistónleika í Gilinu þar sem fram koma Akureyrarhljómsveitir liðinna ára. Loks verður flugeldasýning á Pollinum.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×