Grikkir eru reynslunni ríkari 24. ágúst 2012 04:30 Grikkir deyja ekki ráðalausir þó pyngjan sé tóm. Til dæmis hafa þeir komið upp þjónustuskiptimarkaði þar sem til dæmis kennari getur fengið aðstoð pípara gegn því að gefa börnum píparans einkatíma. Aðrar afleiðingar efnahagshremminganna eru mun ógnvænlegri. Til dæmis hefur sjálfsmorðstíðnin hækkað gífurlega á Grikklandi en áður var þar ein lægsta sjálfsmorðstíðni í heimi.fréttablaðið/gva Ríkisstarfsmenn eru meðal þeirra heppnu á Grikklandi því þó klipið hafi verið vel af launum þeirra frá því hremmingarnar hófust þá prísa þeir sig sæla yfir að vera með örugga vinnu. En þó eru blikur á lofti þar líka og margsinnis hefur gríska ríkið staðið frammi fyrir því að sjá ekki fram á að geta greitt starfsmönnum sínum. „Ég man til dæmis þegar ég pantaði flugmiðana til Íslands, það var í febrúar þó ferðin væri ekki fyrr en í ágúst, þá hugsaði ég með mér, hvað í ósköpunum er ég að gera? Ég hef ekki hugmynd um hvernig verður ástatt hjá mér í ágúst.“ Háskólanám er engin trygging lengurEn þó starfsheitið sé það sama hefur vinnan efalítið breyst síðustu ár. Hvaða áhrif hafa þessar efnahagshremmingar á skólastarfið? „Menntun barnanna hefur alltaf verið forgangsmál fyrir gríska foreldra. Það var allt sett í sölurnar svo þau gætu stundað tungumálanám fyrir utan skóla og jafnvel tónlistarnám eða eitthvað því um líkt. Nú hefur fólk ekki burði til þess lengur. Síðan var háskólanám álitið trygging að farsælum ferli. Nú er hins vegar svo komið að menntað fólk fær ekki vinnu. Ég er meðal annars að kenna átján ára nemendum en þeir þurfa að þreyta samræmd próf sem síðan hafa úrslitaáhrif á það hvað þeir geta lært í háskólunum. Þess vegna hafa alltaf verið haldnir sérstakir undirbúningstímar fyrir þessi próf. En í ár voru óskaplega margir foreldrar sem höfðu ekki efni á að senda börn sín í þessa undirbúningstíma svo við ákváðum að bjóða þeim verst stöddu að stunda þá endurgjaldslaust. En þá spurðu sig margir til hvers í ósköpunum þeir ættu að vera að hafa fyrir þessu þar sem framtíð háskólamenntaðra manna virðist ekkert ljósari en annarra. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég verð vör við þetta viðhorf. Nú eru foreldrar frekar farnir að hvetja börn sín til að læra einhverja iðn en þá komum við að öðru því háskólanám var ekki aðeins álitið lykill að góðum starfsferli, það var einnig álitið hollt hverjum manni að fara í háskólanám þó ekki væri nema til þess að vaxa og dafna sem manneskja jafnvel þó fólk ákvæði síðar að taka við veitingastaðnum hans pabba eða vinna við eitthvað sem var alls óskylt háskólanáminu. Nú er þetta allt breytt og nemendur vita ekki sitt rjúkandi ráð.“ Sjálfsmorðstíðnin var með þeim lægstu í heimiHvernig bitnar ástandið á sálartetri nemendanna? „Þeir eru náttúrulega ósköp daprir. Enda erfitt heima hjá mörgum þeirra. Þeir heyra líka margar raunasögur frá samnemendum sínum. Ég á dóttur í framhaldsskóla og hún var að segja mér af foreldrum eins vinar síns sem áttu verslanakeðju. Áður gátu þau nánast bent á hvaða stað sem var í Atlasnum og ákveðið að fara þangað en nú snýst lífið bara um það að komast af og auðvitað fylgir þessu áfalli erfitt heimilislíf. Svo veit hvert mannsbarn að sjálfsvígstíðnin hefur snarhækkað og slík tíðindi eru náttúrlega þrúgandi. Sjálfsmorðstíðnin á Grikklandi var með þeim lægstu í heimi en hefur nú hækkað ógnvænlega. Aðallega er þetta fólk á aldrinum 40 til 55 sem hefur misst allt og ofan á það áfall eru lánardrottnar að hamast á þeim varnarlausu svo fólki finnst það vera í slíku öngstræti að það sér enga aðra leið.“ Læknar taka hús á sjúklingum endurgjaldslaustÞið kennarar verðið náttúrulega að standa keikir gagnvart óttaslegnum nemendum, hvaða vonarneista er hægt að grípa til að gefa þeim trú á framtíðina? „Það hefur ýmislegt breyst til hins betra. Til dæmis hefur samkenndin aukist og það með áþreifanlegum hætti. Til dæmis hafa verið sett á laggirnar apótek og verslanir og þangað getur fólk sem hefur eitthvað aflögu gefið vörur eða lyf. Síðan geta þeir sem á þurfa að halda nálgast það þar. Ástandið er þannig að fjölmargir hafa dottið út fyrir öryggisnetið sem félagslega kerfið á að veita þeim og af þeim sökum hafa læknar tekið sig til og ganga í hús. Þá er auglýst í fjölmiðlum í hvaða hverfi þeir eru þann daginn og þá geta íbúar þess hverfis haft samband og beðið þá að koma við hjá sér. Þetta hefur verið ómetanleg hjálp fyrir marga. Við vitum dæmi þess að krabbameinssjúklingar, til dæmis, hafa ekki átt fyrir lyfjum eða meðferð. Svo er búið að koma á koppinn þjónustuskiptamarkaði. Hann fer þannig fram, svo að við tökum nú dæmi, að ég get þá boðið fram einkatíma en fengið pípulagningamann í staðinn til þess að redda stíflaða vaskinum hjá mér,“ segir Eleni og hlær við. Spillta liðið í kerfinuEn það er fleira sem breyst hefur til hins betra. Fyrir nokkrum árum var „umslagið“ svokallaða opinbert leyndarmál. Þó ekki færi það hátt vissu allir að hægt var að kaupa sér greiðari afgreiðslu mála, nær hvarvetna í kerfinu, með því að lauma þykku umslagi með dágóðri summu til lækna, embættismanna og annars áhrifafólks. „Nú höfum við lært af þessari hörðu reynslu að þetta er eitt af þeim meinum sem leiddu okkur í þetta sjúklega ástand. Það er því búið að skera upp herör gegn þessu hátterni. Eins vissu það allir að embættismenn hlóðu vinum og ættingjum í vinnu, til dæmis með því að óska eftir tólf hreingerningarmönnum á stað þar sem fjórir hefðu hæglega getað séð um verkið. Með þessu móti var hægt að skaffa vinnu fyrir frænku og frænda. Þetta hátterni er nú loksins komið á svartan lista. Eins voru margir iðnir við það að sækja um styrki sem áttu að fara til góðra verka en voru síðan notaðir til að reisa villu eða einkasundlaug.“ Íslendingar missa ekki glampann í augunumEleni er í stuttu fríi hér á landi og hefur reynt eftir fremsta megni að ferðast um landið og þar hefur margt komið á óvart. „Ég man eftir því að ég fór í gróðrarstöð í Mosfellsdal og þar var verið að selja blóm og ávexti. Það var hins vegar enginn að afgreiða heldur borgar fólk í bauk sem stendur þar hjá. Á Grikklandi væri líklegast einhver búinn að taka varninginn og baukinn líka,“ segir Eleni og skellir upp úr. „En það hefur komið mér skemmtilega á óvart að Íslendingar eru hjartahlýir, opnir og hamingjusamir. Það skín alveg fölskvalaus ánægja úr augum þeirra. Svona var þetta á Grikklandi fyrir nokkrum áratugum, meira að segja í síðasta þorpinu í dalnum var þér tekið opnum örmum og boðið í bæinn. Nú erum við með harðari skráp. Ég vona hins vegar að þið Íslendingar látið engar hremmingar slökkva þennan hamingjuglampa í augunum.“ Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ríkisstarfsmenn eru meðal þeirra heppnu á Grikklandi því þó klipið hafi verið vel af launum þeirra frá því hremmingarnar hófust þá prísa þeir sig sæla yfir að vera með örugga vinnu. En þó eru blikur á lofti þar líka og margsinnis hefur gríska ríkið staðið frammi fyrir því að sjá ekki fram á að geta greitt starfsmönnum sínum. „Ég man til dæmis þegar ég pantaði flugmiðana til Íslands, það var í febrúar þó ferðin væri ekki fyrr en í ágúst, þá hugsaði ég með mér, hvað í ósköpunum er ég að gera? Ég hef ekki hugmynd um hvernig verður ástatt hjá mér í ágúst.“ Háskólanám er engin trygging lengurEn þó starfsheitið sé það sama hefur vinnan efalítið breyst síðustu ár. Hvaða áhrif hafa þessar efnahagshremmingar á skólastarfið? „Menntun barnanna hefur alltaf verið forgangsmál fyrir gríska foreldra. Það var allt sett í sölurnar svo þau gætu stundað tungumálanám fyrir utan skóla og jafnvel tónlistarnám eða eitthvað því um líkt. Nú hefur fólk ekki burði til þess lengur. Síðan var háskólanám álitið trygging að farsælum ferli. Nú er hins vegar svo komið að menntað fólk fær ekki vinnu. Ég er meðal annars að kenna átján ára nemendum en þeir þurfa að þreyta samræmd próf sem síðan hafa úrslitaáhrif á það hvað þeir geta lært í háskólunum. Þess vegna hafa alltaf verið haldnir sérstakir undirbúningstímar fyrir þessi próf. En í ár voru óskaplega margir foreldrar sem höfðu ekki efni á að senda börn sín í þessa undirbúningstíma svo við ákváðum að bjóða þeim verst stöddu að stunda þá endurgjaldslaust. En þá spurðu sig margir til hvers í ósköpunum þeir ættu að vera að hafa fyrir þessu þar sem framtíð háskólamenntaðra manna virðist ekkert ljósari en annarra. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég verð vör við þetta viðhorf. Nú eru foreldrar frekar farnir að hvetja börn sín til að læra einhverja iðn en þá komum við að öðru því háskólanám var ekki aðeins álitið lykill að góðum starfsferli, það var einnig álitið hollt hverjum manni að fara í háskólanám þó ekki væri nema til þess að vaxa og dafna sem manneskja jafnvel þó fólk ákvæði síðar að taka við veitingastaðnum hans pabba eða vinna við eitthvað sem var alls óskylt háskólanáminu. Nú er þetta allt breytt og nemendur vita ekki sitt rjúkandi ráð.“ Sjálfsmorðstíðnin var með þeim lægstu í heimiHvernig bitnar ástandið á sálartetri nemendanna? „Þeir eru náttúrulega ósköp daprir. Enda erfitt heima hjá mörgum þeirra. Þeir heyra líka margar raunasögur frá samnemendum sínum. Ég á dóttur í framhaldsskóla og hún var að segja mér af foreldrum eins vinar síns sem áttu verslanakeðju. Áður gátu þau nánast bent á hvaða stað sem var í Atlasnum og ákveðið að fara þangað en nú snýst lífið bara um það að komast af og auðvitað fylgir þessu áfalli erfitt heimilislíf. Svo veit hvert mannsbarn að sjálfsvígstíðnin hefur snarhækkað og slík tíðindi eru náttúrlega þrúgandi. Sjálfsmorðstíðnin á Grikklandi var með þeim lægstu í heimi en hefur nú hækkað ógnvænlega. Aðallega er þetta fólk á aldrinum 40 til 55 sem hefur misst allt og ofan á það áfall eru lánardrottnar að hamast á þeim varnarlausu svo fólki finnst það vera í slíku öngstræti að það sér enga aðra leið.“ Læknar taka hús á sjúklingum endurgjaldslaustÞið kennarar verðið náttúrulega að standa keikir gagnvart óttaslegnum nemendum, hvaða vonarneista er hægt að grípa til að gefa þeim trú á framtíðina? „Það hefur ýmislegt breyst til hins betra. Til dæmis hefur samkenndin aukist og það með áþreifanlegum hætti. Til dæmis hafa verið sett á laggirnar apótek og verslanir og þangað getur fólk sem hefur eitthvað aflögu gefið vörur eða lyf. Síðan geta þeir sem á þurfa að halda nálgast það þar. Ástandið er þannig að fjölmargir hafa dottið út fyrir öryggisnetið sem félagslega kerfið á að veita þeim og af þeim sökum hafa læknar tekið sig til og ganga í hús. Þá er auglýst í fjölmiðlum í hvaða hverfi þeir eru þann daginn og þá geta íbúar þess hverfis haft samband og beðið þá að koma við hjá sér. Þetta hefur verið ómetanleg hjálp fyrir marga. Við vitum dæmi þess að krabbameinssjúklingar, til dæmis, hafa ekki átt fyrir lyfjum eða meðferð. Svo er búið að koma á koppinn þjónustuskiptamarkaði. Hann fer þannig fram, svo að við tökum nú dæmi, að ég get þá boðið fram einkatíma en fengið pípulagningamann í staðinn til þess að redda stíflaða vaskinum hjá mér,“ segir Eleni og hlær við. Spillta liðið í kerfinuEn það er fleira sem breyst hefur til hins betra. Fyrir nokkrum árum var „umslagið“ svokallaða opinbert leyndarmál. Þó ekki færi það hátt vissu allir að hægt var að kaupa sér greiðari afgreiðslu mála, nær hvarvetna í kerfinu, með því að lauma þykku umslagi með dágóðri summu til lækna, embættismanna og annars áhrifafólks. „Nú höfum við lært af þessari hörðu reynslu að þetta er eitt af þeim meinum sem leiddu okkur í þetta sjúklega ástand. Það er því búið að skera upp herör gegn þessu hátterni. Eins vissu það allir að embættismenn hlóðu vinum og ættingjum í vinnu, til dæmis með því að óska eftir tólf hreingerningarmönnum á stað þar sem fjórir hefðu hæglega getað séð um verkið. Með þessu móti var hægt að skaffa vinnu fyrir frænku og frænda. Þetta hátterni er nú loksins komið á svartan lista. Eins voru margir iðnir við það að sækja um styrki sem áttu að fara til góðra verka en voru síðan notaðir til að reisa villu eða einkasundlaug.“ Íslendingar missa ekki glampann í augunumEleni er í stuttu fríi hér á landi og hefur reynt eftir fremsta megni að ferðast um landið og þar hefur margt komið á óvart. „Ég man eftir því að ég fór í gróðrarstöð í Mosfellsdal og þar var verið að selja blóm og ávexti. Það var hins vegar enginn að afgreiða heldur borgar fólk í bauk sem stendur þar hjá. Á Grikklandi væri líklegast einhver búinn að taka varninginn og baukinn líka,“ segir Eleni og skellir upp úr. „En það hefur komið mér skemmtilega á óvart að Íslendingar eru hjartahlýir, opnir og hamingjusamir. Það skín alveg fölskvalaus ánægja úr augum þeirra. Svona var þetta á Grikklandi fyrir nokkrum áratugum, meira að segja í síðasta þorpinu í dalnum var þér tekið opnum örmum og boðið í bæinn. Nú erum við með harðari skráp. Ég vona hins vegar að þið Íslendingar látið engar hremmingar slökkva þennan hamingjuglampa í augunum.“
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira