Fótbolti

Hodgson sagði við lestarfarþega að hann ætlaði ekki að velja Rio

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, mun tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn San Marínó og Pólland í undankeppni HM í dag.

Þó svo John Terry sé hættur í landsliðinu er ekki búist við því að Hodgson velji Rio í hópinn í hans stað.

Hodgson sagði í spjalli við fólk í neðanjarðarlest í London að hann myndi ekki velja Rio og stjóri Rios hjá Man. Utd, Sir Alex Ferguson, hefur einnig gefið slíkt í skyn og býst ekki við slíku.

Þessi uppákoma í lestinni hefur vakið mikla athygli en þar á Hodgson að hafa sagt berum orðum að landsliðsferill Rio væri búinn.

Hodgson hefur þegar fyrir þá Joleon Lescott, Phil Jagielka og Gary Cahill. Spurningin er hver verði fjórði miðvörðurinn í hópnum og kæmi það öllum á óvart ef Rio verður valinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×