Innlent

Syngur með „yngra liðinu“

Ragnar syngur splunkunýtt lag eftir Jón Ólafs með Eivöru Pálsdóttur á plötunni.
Ragnar syngur splunkunýtt lag eftir Jón Ólafs með Eivöru Pálsdóttur á plötunni. fréttablaðið/valli
„Það er ekkert að henni!“ segir söngvarinn Ragnar Bjarnason spenntur um væntanlega dúettaplötu sem hann hefur nýlokið upptökum á.

Á plötunni syngur Raggi dúetta með „yngra liðinu“, eins og hann orðar það, nokkrum af mest áberandi söngvurum landsins af yngri kynslóðinni á borð við Eivöru Pálsdóttur, Sigríði Thorlacius, Jón Jónsson og Lay Low, auk nokkurra tónlistarmanna sem eru örlítið eldri, eins og Helga Björns og Sigríði Beinteinsdóttur. Þá tekur Raggi einnig lagið með grínistanum Sveppa á plötunni, sem kemur væntanlega út fyrir jólin. Sjá síðu 34- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×