Innlent

Getur ekki aflétt friðun álfta

Umhverfisráðherra boðar úttekt á ágangi álfta og gæsa á ræktarlönd.
Umhverfisráðherra boðar úttekt á ágangi álfta og gæsa á ræktarlönd. Fréttablaðið/Vilhelm
Umhverfisráðherra getur, lögum samkvæmt, ekki aflétt friðun álfta, en má þó veita staðbundna undanþágu frá lögum, til að bregðast við skemmdum sem álftir vinna á ræktarlöndum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokks.

Þar segir jafnframt að álftum hafi fjölgað um sextíu prósent á árabilinu 1986 til 2010 þegar stofninn var 29 þúsund fuglar.

Ráðherra segir að á ákveðnum svæðum sé ástæða til að bregðast við ágangi álfta og gæsa og boðar úttekt á því hvar og hvernig verði brugðist við. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×