Innlent

Fylgdin þorri allrar vinnu handhafa

Nú er gert ráð fyrir að forsetavaldið færist á milli forseta og handhafanna með handabandi. Þess vegna fylgja þeir honum út á flugvöll.
Nú er gert ráð fyrir að forsetavaldið færist á milli forseta og handhafanna með handabandi. Þess vegna fylgja þeir honum út á flugvöll. Fréttablaðið/pjetur
Forseti Íslands segir að ef sá siður yrði aflagður að handhafar forsetavalds fylgi forsetanum til og frá Leifsstöð þá væri jafnframt búið að afnema nánast allt vinnuframlag þeirra.

Þetta kemur fram í bréfaskiptum forsetans, Ólafs Ragnars Grímssonar, og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem greint var frá í fréttum RÚV í gær.

Bréfin eru frá því um sumarið 2010 og febrúar 2011. Þar leggur Jóhanna til við Ólaf að fylgdinni verði hætt en forsetinn leggst gegn því.

„Ef frá er talin þessi fylgd, hafa handhafar forsetavalds einungis þurft að gegna skyldum sínum fáeinum sinnum á ári og raunar eru starfsskyldur þeirra mjög takmarkaðar og oftast engar, til dæmis þegar þing situr ekki. Handhafar ganga einungis í fáein lögbundin verk forseta, svo sem staðfestingu á framlögn frumvarpa og staðfestingu laga,“ segir forsetinn.

Forsetinn reiknar út að meðalmánaðarlaun handhafa forsetavalds árin 2004 til 2009 hafi verið 283 þúsund krónur á mánuði.

„Forseta finnst ólíklegt að forsætisráðherra vilji nú afnema nánast allt vinnuframlag handhafanna en engu að síður halda áfram ásamt öðrum handhöfum að þiggja þær greiðslur í hverjum mánuði, sem vikið var að hér að framan, fyrir það sem einungis yrði hægt að kalla óverulegt vinnuframlag.“- sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×