Lögreglusamstarf í hættu án Schengen 22. ágúst 2012 06:00 Ef Ísland hætti í Schengen-samstarfinu þyrfti aftur að taka upp vegabréfaeftirlit með öllum farþegum sem fara um Leifsstöð. Breyta þyrfti Leifsstöð umtalsvert og fjölga lögreglumönnum og EES-samstarfið kæmist í uppnám ef Ísland segði sig úr Schengen. Svo segir í skýrslu Ögmundar Jónassonar til Alþingis. Telur þó mikilvægt að endurskoða aðildina reglulega. Aðgengi Íslands að erlendri lögreglusamvinnu mundi „dragast umtalsvert saman og yrði mjög líklega stefnt í hættu“ með úrsögn úr Schengen-sambandinu. Þá mundi EES-samstarfið einnig komast í uppnám. Þetta kemur fram í skýrslu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um Schengen-samstarfið sem skilað var til Alþingis í júní síðastliðnum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því í nóvember í fyrra, ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins, að ráðherrann flytti Alþingi skýrslu um kosti og galla Schengen-samstarfsins, enda væri nauðsynlegt að meta þátttöku Íslands í því. Ögmundur skilaði skýrslunni, sem er 31 blaðsíða, um miðjan júní. Þar segir meðal annars að sjálfsagt sé að vega og meta hvort ágóðinn af þátttöku í samstarfinu vegi þyngra en ókostirnir sem stafi af hinni frjálsu för fólks á milli landa sem samstarfið hefur í för með sér. „Í umræðunni er gjarnan nefnt að Ísland eigi að hætta í Schengen-samstarfinu. Yrði það gert myndu meðal annars eftirfarandi atriði breytast,“ segir í skýrslunni. „Setja þyrfti upp landamæraeftirlit vegna alls flugs til og frá landinu á Keflavíkurflugvelli, og væntanlega ráða fleiri lögregluþjóna til að sinna landamæraeftirlitinu.“ Þetta mundi einnig kalla á viðamiklar breytingar á innviðum flugstöðvarinnar. Þá mundi aðgangur að sérstöku upplýsingakerfi Schengen lokast þannig að ekki væri hægt að fletta því upp þegar fólk kæmi til landsins hvort það væri eftirlýst á Schengen-svæðinu. Í staðinn þyrfti lögregla að styðjast við mun takmarkaðri gagnabanka Interpol. „Þessu til viðbótar þarf að hafa í huga að glæpamenn eru ekki „sérmerktir“ né heldur vegabréf þeirra og því ekki sjálfgefið að þeir finnist við landamæraeftirlit. Þar að auki er glæpamönnum ekki óheimilt að ferðast ef þeir eru ekki eftirlýstir eða sæta öðrum sértækum þvingunum. Ekki er vitað um mörg tilvik þar sem glæpamenn voru stöðvaðir á landamærum fyrir inngöngu Íslands í Schengen,“ segir ráðherrann. Hins vegar hefði það engin áhrif á réttindi EES-borgara til búsetu og dvalar hér á landi og fjöldi útlendinga á Íslandi því ólíklega breytast, segir í skýrslunni. „Hins vegar fylgja aðildinni einnig ókostir, talsverður tilkostnaður og skorður við sjálfstæðum ákvörðunum íslenskra stjórnvalda,“ segir Ögmundur, sem tekur í skýrslu sinni ekki afstöðu til aðildarinnar en áréttar að mikilvægt sé að stöðugt fari fram endurmat á kostum og göllum hennar. stigur@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Breyta þyrfti Leifsstöð umtalsvert og fjölga lögreglumönnum og EES-samstarfið kæmist í uppnám ef Ísland segði sig úr Schengen. Svo segir í skýrslu Ögmundar Jónassonar til Alþingis. Telur þó mikilvægt að endurskoða aðildina reglulega. Aðgengi Íslands að erlendri lögreglusamvinnu mundi „dragast umtalsvert saman og yrði mjög líklega stefnt í hættu“ með úrsögn úr Schengen-sambandinu. Þá mundi EES-samstarfið einnig komast í uppnám. Þetta kemur fram í skýrslu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um Schengen-samstarfið sem skilað var til Alþingis í júní síðastliðnum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því í nóvember í fyrra, ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins, að ráðherrann flytti Alþingi skýrslu um kosti og galla Schengen-samstarfsins, enda væri nauðsynlegt að meta þátttöku Íslands í því. Ögmundur skilaði skýrslunni, sem er 31 blaðsíða, um miðjan júní. Þar segir meðal annars að sjálfsagt sé að vega og meta hvort ágóðinn af þátttöku í samstarfinu vegi þyngra en ókostirnir sem stafi af hinni frjálsu för fólks á milli landa sem samstarfið hefur í för með sér. „Í umræðunni er gjarnan nefnt að Ísland eigi að hætta í Schengen-samstarfinu. Yrði það gert myndu meðal annars eftirfarandi atriði breytast,“ segir í skýrslunni. „Setja þyrfti upp landamæraeftirlit vegna alls flugs til og frá landinu á Keflavíkurflugvelli, og væntanlega ráða fleiri lögregluþjóna til að sinna landamæraeftirlitinu.“ Þetta mundi einnig kalla á viðamiklar breytingar á innviðum flugstöðvarinnar. Þá mundi aðgangur að sérstöku upplýsingakerfi Schengen lokast þannig að ekki væri hægt að fletta því upp þegar fólk kæmi til landsins hvort það væri eftirlýst á Schengen-svæðinu. Í staðinn þyrfti lögregla að styðjast við mun takmarkaðri gagnabanka Interpol. „Þessu til viðbótar þarf að hafa í huga að glæpamenn eru ekki „sérmerktir“ né heldur vegabréf þeirra og því ekki sjálfgefið að þeir finnist við landamæraeftirlit. Þar að auki er glæpamönnum ekki óheimilt að ferðast ef þeir eru ekki eftirlýstir eða sæta öðrum sértækum þvingunum. Ekki er vitað um mörg tilvik þar sem glæpamenn voru stöðvaðir á landamærum fyrir inngöngu Íslands í Schengen,“ segir ráðherrann. Hins vegar hefði það engin áhrif á réttindi EES-borgara til búsetu og dvalar hér á landi og fjöldi útlendinga á Íslandi því ólíklega breytast, segir í skýrslunni. „Hins vegar fylgja aðildinni einnig ókostir, talsverður tilkostnaður og skorður við sjálfstæðum ákvörðunum íslenskra stjórnvalda,“ segir Ögmundur, sem tekur í skýrslu sinni ekki afstöðu til aðildarinnar en áréttar að mikilvægt sé að stöðugt fari fram endurmat á kostum og göllum hennar. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira