Innlent

Fá aukaverkanir af lyfleysum

Rúmlega helmingur þátttakanda í ítalskri rannsókn fann fyrir aukaverkunum sem sagt var að fylgdi lyfjum. Í raun var um lyfleysu að ræða sem engar aukaverkanir fylgdu.
Rúmlega helmingur þátttakanda í ítalskri rannsókn fann fyrir aukaverkunum sem sagt var að fylgdi lyfjum. Í raun var um lyfleysu að ræða sem engar aukaverkanir fylgdu. fréttablaðið/stefán
Sjúklingar sem taka þátt í lyfjarannsóknum upplifa oft og tíðum aukaverkanir lyfja, jafnvel þó þeir taki ekki lyfin sjálf heldur lyfleysu. Þýsku prófessorarnir Paul Enck og Winfried Häuser skrifa grein um málið í New York Times.

Þar segja þeir frá 31 rannsókn sem sýni fram á þetta. Lyfleysa er kölluð placebo á erlendum tungum og þau áhrif sem prófessorarnir lýsa eru nefnd nocebo. Ein rannsókn sýnir að ellefu prósent þeirra sem fengu lyfleysu í rannsókn á lyfjum við taugasjúkdómi sögðu sig frá henni, vegna aukaverkana.

Einn þátttakandi í rannsókn á þunglyndislyfjum reyndi að fremja sjálfsmorð með því að gleypa 26 töflur af lyfleysu. Þrátt fyrir skaðleysi taflanna féll blóðþrýstingur viðkomandi niður fyrir hættumörk.

Prófessorarnir segja að sjúklingar finni frekar fyrir aukaverkunum ef þeir viti af þeim. Helmingi karla sem tóku lyf við stækkun blöðruhálskirtils var sagt frá því að risvandamál gætu orðið við töku lyfjanna, en hinum ekki. Af þeim sem vissu um vandamálið upplifðu 44 prósent það, en aðeins fimmtán prósent hinna.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×