Innlent

Hersveitir lentar með sex F-16 þotur

Lentir Yfirmenn flugsveitarinnar stíga frá borði á Miðnesheiði.
Lentir Yfirmenn flugsveitarinnar stíga frá borði á Miðnesheiði. Mynd/portúgalski herinn
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófst á ný í gær. Nú munu Portúgalar sinna verkefninu en ráðgert er að það verði unnið með sama fyrirkomulagi og áður hefur verið gert og í samræmi við samninga sem í gildi eru. Þá er áætlað að verkefninu ljúki um miðjan september.

Flugsveitir portúgalska flughersins komu til landsins í gær og lenti Lockheed C-130 Hercules herflutningavél Portúgala á Keflavíkurflugvelli með um sjötíu manna lið. Portúgalar munu nota sex F-16 orrustuflugvélar við verkefnið.

Akureyringar og íbúar á Egilsstöðum mega búast við því að portúgalskar flugsveitir æfi aðflug á flugvöllum bæjanna enda eru þeir varaflugvellir Íslands á eftir flugvellinum á Miðnesheiði. - bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×