Innlent

Gengur 300 kílómetra yfir England

Kristinn H. Einarsson ásamt eiginkonu sinni Kristínu Sjöfn Valgeirsdóttur á toppi Botna-Skyrtunnu í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi.
Kristinn H. Einarsson ásamt eiginkonu sinni Kristínu Sjöfn Valgeirsdóttur á toppi Botna-Skyrtunnu í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi.
Kristinn H. Einarsson, formaður Blindrafélagsins freistar þess að ganga 300 kílómetra þvert yfir England á tíu dögum ásamt fleirum blindum og sjónskertum einstaklingum.

„Það verður ekkert skipst á. Við munum öll ganga þessa 300 kílómetra, þannig að þetta verða um þrjátíu kílómetrar á dag,“ segir Kristinn.

Gangan er skipulögð af breskum blindrasamtökum og verður lagt af stað 20. ágúst. Tilgangur ferðarinnar er að safna fé til áframhaldandi rannsókna á meðferð við ólæknandi arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnunni.

„Það er engin meðferð til við þessu í dag en þetta er algengasta orsök blindu hjá börnum og ungu fólki,“ segir Kristinn.

Kristinn mun leggja af stað á mánudaginn og segir að aðalatriðið sé að fara varlega.

„Ég er lögblindur en hef smá sjón. Ég hef þröngt sjónsvið og sé lítið í kringum mig. Ég þarf að passa að horfa niður fyrir mig svo ég hrasi ekki. Markmiðið er að komast í mark á heilu og höldnu,“ segir Kristinn. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×