Hærri fasteignagjöld renna til borgarinnar 14. ágúst 2012 09:00 Stjórnarformaður Portusar segir félagið hafa nóg fé til að reka Hörpu fram á mitt næsta ár, miðað við óbreyttar forsendur, en ekki mikið lengur. fréttablaðið/stefán Hærri fasteignagjöld sem Harpa greiðir skila Reykjavíkurborg hærri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Pétur J. Þorsteinsson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, segir að áætlanir um reksturinn hefðu að mestu staðist ef ekki hefði komið til mun hærri fasteignagjalda. Rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu aldrei hærri en 180 milljónir króna á ári, en Pétur segir þau vera um 380 milljónir. Fulltrúar Reykjavíkurborgar gerðu engar athugasemdir við áætlanir um lægri gjöld. „Borgin hefur ekki gert athugasemdir um áætlanir okkar um lægri fasteignagjöld. Beinir skattar á okkur á þessu ári eru um 584 milljónir króna. Við erum að borga mun meira til þessara tveggja eigenda en sem nemur tapinu,“ segir Pétur, en gert er ráð fyrir að tap af rekstri Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram fyrirspurnir varðandi rekstraráætlanir Hörpu vorið 2010. Í svari Portusar og Austurhafnar, sem barst 21. apríl það ár, segir að gerðar hafi verið rekstraráætlanir með nokkurri nákvæmni fyrir árin 2010 til 2014. „Framlög ríkis og borgar og hluti af leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun standa undir afborgunum og vöxtum af stofnkostnaði. Aðrar fastar leigutekjur (Íslenska óperan), breytilegar tekjur af viðburðum og ráðstefnum, rekstrarleyfissamningum, samstarfsverkefnum og bílastæðum munu standa undir rekstrarkostnaði. Stefna stjórnenda félaganna er að rekstur hússins verði sjálfbær og að ekki þurfi að koma til rekstrarstyrkja frá eigendum,“ segir í svarinu. Engu að síður kemur fram að gert sé ráð fyrir því að auka þurfi hlutafé samstæðunnar um 580 milljónir króna. Hluti af því var í formi tækjabúnaðar frá Austurhöfn, sem metinn var á 75 milljónir króna. „Yrði þá framlag eigenda Austurhafnar vegna hlutafjáraukningarinnar 505 m.kr.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Hærri fasteignagjöld sem Harpa greiðir skila Reykjavíkurborg hærri tekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Pétur J. Þorsteinsson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, segir að áætlanir um reksturinn hefðu að mestu staðist ef ekki hefði komið til mun hærri fasteignagjalda. Rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu aldrei hærri en 180 milljónir króna á ári, en Pétur segir þau vera um 380 milljónir. Fulltrúar Reykjavíkurborgar gerðu engar athugasemdir við áætlanir um lægri gjöld. „Borgin hefur ekki gert athugasemdir um áætlanir okkar um lægri fasteignagjöld. Beinir skattar á okkur á þessu ári eru um 584 milljónir króna. Við erum að borga mun meira til þessara tveggja eigenda en sem nemur tapinu,“ segir Pétur, en gert er ráð fyrir að tap af rekstri Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram fyrirspurnir varðandi rekstraráætlanir Hörpu vorið 2010. Í svari Portusar og Austurhafnar, sem barst 21. apríl það ár, segir að gerðar hafi verið rekstraráætlanir með nokkurri nákvæmni fyrir árin 2010 til 2014. „Framlög ríkis og borgar og hluti af leigu Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun standa undir afborgunum og vöxtum af stofnkostnaði. Aðrar fastar leigutekjur (Íslenska óperan), breytilegar tekjur af viðburðum og ráðstefnum, rekstrarleyfissamningum, samstarfsverkefnum og bílastæðum munu standa undir rekstrarkostnaði. Stefna stjórnenda félaganna er að rekstur hússins verði sjálfbær og að ekki þurfi að koma til rekstrarstyrkja frá eigendum,“ segir í svarinu. Engu að síður kemur fram að gert sé ráð fyrir því að auka þurfi hlutafé samstæðunnar um 580 milljónir króna. Hluti af því var í formi tækjabúnaðar frá Austurhöfn, sem metinn var á 75 milljónir króna. „Yrði þá framlag eigenda Austurhafnar vegna hlutafjáraukningarinnar 505 m.kr.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira