Sveitarstjórnarmenn rólegir yfir snjóflóðavarnargörðum 14. ágúst 2012 09:30 Til stendur að ljúka við mestallar framkvæmdir vegna snjóflóðavarna á landinu árið 2020. Ofanflóðasjóður styrkir 12 bæjarfélög á landinu við framkvæmdir. Mynd/Kristín Hávarðsdóttir Sveitarstjórnarmenn bæjarfélaga þar sem framkvæmdir við snjóflóðavarnir eru í kortunum sýna töfum fullan skilning. Allir bera Ofanflóðanefnd vel söguna. Yfir tugur milljarða fer í varnir á næstu árum. Siglfirðingar bíða nú eftir samþykki ríkisstjórnar fyrir áframhaldandi framkvæmdum við snjóflóðavarnir. Ingvar Erlingsson, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, segir að þrátt fyrir miklar framkvæmdir undanfarin misseri sé töluvert verk óunnið. „Í haust byrja framkvæmdir við vegarlagningu upp að svæðinu. Þvergarðarnir eru búnir, en það á eftir að fá grænt ljós vegna stoðvirkja, sem eru grunnur þessara varna,“ segir hann. Áætlaður kostnaður Ofanflóðasjóðs vegna Siglufjarðar er talinn hlaupa á tveimur milljörðum króna. Magnús Jóhannesson, formaður ofanflóðanefndar, telur mjög góðar líkur á því að frekari framkvæmdir við Siglufjörð geti hafist á næsta ári. „Það er enn verið að vinna að kostnaðarmati á verkinu sem verður svo boðið út, enda stórt,“ segir Magnús, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki tvö til þrjú ár. Fram kemur í fjárlögum þessa árs að óskað hafi verið eftir tímabundnu framlagi til verkefna við snjóflóðavarnir á Ísafirði og Patreksfirði. Áætlaður kostnaður við þessar tvær framkvæmdir er um einn milljarður króna. Gert er ráð fyrir að sú vinna samsvari um 70 ársverkum. Ofanflóðasjóður hefur yfir að ráða um 10,3 milljörðum króna, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Til stendur að ljúka við uppbyggingu snjóflóðavarnargarða í sjö bæjarfélögum fyrir árið 2020, en upphaflegu áætluninni hefur seinkað um tíu ár. Þegar framkvæmdum lýkur verða snjóflóðagarðar í hlíðunum fyrir ofan tólf bæi og þorp víðs vegar á landinu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir allt útlit fyrir að greiðari framgangur verkefna muni hefjast árið 2013 miðað við þær tillögur sem fram hafa komið fyrir næstu fjárlög. Hlutverk ofanflóðanefndar er að ráðstafa fé úr Ofanflóðasjóði og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórna um varnarvirki fyrir hættusvæði sem þegar hafa verið byggð og um kaup eða flutning húseigna í stað þess að reisa varnarvirki eða beita öðrum varnaraðgerðum vegna ofanflóða. sunna@frettabladid.is Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn bæjarfélaga þar sem framkvæmdir við snjóflóðavarnir eru í kortunum sýna töfum fullan skilning. Allir bera Ofanflóðanefnd vel söguna. Yfir tugur milljarða fer í varnir á næstu árum. Siglfirðingar bíða nú eftir samþykki ríkisstjórnar fyrir áframhaldandi framkvæmdum við snjóflóðavarnir. Ingvar Erlingsson, forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, segir að þrátt fyrir miklar framkvæmdir undanfarin misseri sé töluvert verk óunnið. „Í haust byrja framkvæmdir við vegarlagningu upp að svæðinu. Þvergarðarnir eru búnir, en það á eftir að fá grænt ljós vegna stoðvirkja, sem eru grunnur þessara varna,“ segir hann. Áætlaður kostnaður Ofanflóðasjóðs vegna Siglufjarðar er talinn hlaupa á tveimur milljörðum króna. Magnús Jóhannesson, formaður ofanflóðanefndar, telur mjög góðar líkur á því að frekari framkvæmdir við Siglufjörð geti hafist á næsta ári. „Það er enn verið að vinna að kostnaðarmati á verkinu sem verður svo boðið út, enda stórt,“ segir Magnús, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki tvö til þrjú ár. Fram kemur í fjárlögum þessa árs að óskað hafi verið eftir tímabundnu framlagi til verkefna við snjóflóðavarnir á Ísafirði og Patreksfirði. Áætlaður kostnaður við þessar tvær framkvæmdir er um einn milljarður króna. Gert er ráð fyrir að sú vinna samsvari um 70 ársverkum. Ofanflóðasjóður hefur yfir að ráða um 10,3 milljörðum króna, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Til stendur að ljúka við uppbyggingu snjóflóðavarnargarða í sjö bæjarfélögum fyrir árið 2020, en upphaflegu áætluninni hefur seinkað um tíu ár. Þegar framkvæmdum lýkur verða snjóflóðagarðar í hlíðunum fyrir ofan tólf bæi og þorp víðs vegar á landinu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir allt útlit fyrir að greiðari framgangur verkefna muni hefjast árið 2013 miðað við þær tillögur sem fram hafa komið fyrir næstu fjárlög. Hlutverk ofanflóðanefndar er að ráðstafa fé úr Ofanflóðasjóði og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórna um varnarvirki fyrir hættusvæði sem þegar hafa verið byggð og um kaup eða flutning húseigna í stað þess að reisa varnarvirki eða beita öðrum varnaraðgerðum vegna ofanflóða. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira