Innlent

Dreginn tvisvar á stuttum tíma

Myndin er ekki af bátnum Þorláki ÍS og tengist því fréttinni ekki beint.
Myndin er ekki af bátnum Þorláki ÍS og tengist því fréttinni ekki beint. Mynd/Stefán Karlsson
Þorlákur ÍS var dreginn til hafnar í Bolungarvík á fimmtudag af togaranum Páli Pálssyni, en Þorlákur hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna þegar báturinn var að makrílveiðum, samkvæmt frétt á vikari.is.

Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Þorlákur er dreginn til hafnar með veiðarfærin í skrúfunni.

Kafarar hófust strax handa við að skera trollið úr skrúfunni svo hægt yrði að koma skipinu fljótlega til veiða aftur. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×