Innlent

Nefna gíg í geimnum eftir Nínu

Er innsta og minnsta reikistjarna sólkerfisins. Messenger-geimfarið hefur verið á braut um stjörnuna frá því í mars 2011.
Er innsta og minnsta reikistjarna sólkerfisins. Messenger-geimfarið hefur verið á braut um stjörnuna frá því í mars 2011.
Örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (IAU) hefur samþykkt tillögur vísindahóps Messenger-geimfars NASA um nafngiftir á níu gígum við norðurpól Merkúríusar (Merkúr), innstu reikistjörnu sólkerfisins. Einn þessara gíga var nefndur eftir íslensku myndlistarkonunni Nínu Tryggvadóttur.

Þetta kemur fram í frétt á Stjörnufræðivefnum og jafnframt að stórir gígar á Merkúríusi séu nefndir eftir heimsþekktum látnum listamönnum, tónlistarmönnum og rithöfundum, eða öðrum sem lagt hafa sitt af mörkum til að göfga mannsandann. Á Merkúríusi eru þannig gígarnir Beethoven, Mozart, Dickens, Hemingway, Goya og Picasso svo dæmi séu nefnd.

Gígurinn Tryggvadóttir er nánast alveg á norðurpól Merkúríusar, við hlið gígsins Tolkiens. Hann er 31 kílómetri í þvermál.

Nína Tryggvadóttir er ekki eini Íslendingurinn sem minnst er á Merkúríusi. Gígarnir Sveinsdóttir og Snorri eru nefndir eftir listakonunni Júlíönu Sveinsdóttur og sagnaritaranum Snorra Sturlusyni. Fleiri staðir í sólkerfinu bera íslensk nöfn. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×