Stjórnarformaður útilokar ekki afsögn 11. ágúst 2012 06:30 Stjórnarformaður segir óþekkt í veröldinni að starfsfólk taki við hálfkláruðu húsi, eigi að opna það og skila tekjum frá fyrsta degi. Hún hafi átt von á þeirri gagnrýni sem fram kom.fréttablaðið/gva „Ég hef haft miklar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætlað er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þórunn á afsögn? „Það veit ég ekki, ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Það fer svolítið eftir því hvernig þetta spilast núna. Hér var að byrja nýr forstjóri og það er gríðarlega mikilvægt að hann hafi stuðning til þess að taka á þeim málum sem þarf að taka á. Þau eru stór og erfið og ég mun gera það sem ég tel best fyrir húsið, það er það eina sem ég get sagt.“ Þórunn er fulltrúi menntamálaráðherra í stjórn og segist vera í góðu sambandi við hann. Eigendur Hörpu séu hins vegar margir og mikilvægt sé að vinna að því að finna góða framtíðarlausn, að því sé unnið. „Við sem erum hér í stjórnum berum mjög mikla ábyrgð, það er auðvitað alveg ljóst. Það talar auðvitað hver fyrir sig, en auðvitað hugsar hver sinn gang í því.“ Þórunn var beðin um að koma að rekstri Hörpu fyrir hrun þegar allir töldu verkefnið á góðri siglingu. Hún segist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því að uppleggið væri ekki burðugt. Ljóst hafi verið frá upphafi að húsið yrði dýrt í rekstri, en það megi ekki sliga innra starfið. Þórunn segir að margar áætlanir hafi verið teknar upp þegar hún kom að stjórninni vorið 2009. Sú vinna hafi hins vegar einkennst af því að verið var að bjarga húsinu. „Það má kannski segja að það hafi kostað það að menn fóru ekki almennilega í hugmyndafræðina á bak við reksturinn. Þetta er ekki bara spurning um fjölda stjórna, þetta er spurning um grunnhugmyndafræðina. Við erfum hana frá því fyrir hrun og það er það sem hefði þurft að taka fyrr upp.“ Þórunn segir að kröfurnar sem gerðar hafi verið á starfsfólk Hörpu hafi verið fáheyrðar. „Það hefur verið lagt gríðarlega mikið á starfsfólkið að fara inn í hálfklárað hús, opna það og eiga að skila tekjum frá fyrsta degi. Það er óþekkt í veröldinni. Þess vegna er svo margt í gagnrýninni núna sem ég hef átt von á. Starfsfólkið er þrátt fyrir allt það merkilegasta við Hörpu og það hefur staðið sig frábærlega, um það eru allir sem hér hafa komið fram sammála. Núna þurfum við öll að einbeita okkur að framtíðinni.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Ég hef haft miklar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætlað er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þórunn á afsögn? „Það veit ég ekki, ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Það fer svolítið eftir því hvernig þetta spilast núna. Hér var að byrja nýr forstjóri og það er gríðarlega mikilvægt að hann hafi stuðning til þess að taka á þeim málum sem þarf að taka á. Þau eru stór og erfið og ég mun gera það sem ég tel best fyrir húsið, það er það eina sem ég get sagt.“ Þórunn er fulltrúi menntamálaráðherra í stjórn og segist vera í góðu sambandi við hann. Eigendur Hörpu séu hins vegar margir og mikilvægt sé að vinna að því að finna góða framtíðarlausn, að því sé unnið. „Við sem erum hér í stjórnum berum mjög mikla ábyrgð, það er auðvitað alveg ljóst. Það talar auðvitað hver fyrir sig, en auðvitað hugsar hver sinn gang í því.“ Þórunn var beðin um að koma að rekstri Hörpu fyrir hrun þegar allir töldu verkefnið á góðri siglingu. Hún segist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því að uppleggið væri ekki burðugt. Ljóst hafi verið frá upphafi að húsið yrði dýrt í rekstri, en það megi ekki sliga innra starfið. Þórunn segir að margar áætlanir hafi verið teknar upp þegar hún kom að stjórninni vorið 2009. Sú vinna hafi hins vegar einkennst af því að verið var að bjarga húsinu. „Það má kannski segja að það hafi kostað það að menn fóru ekki almennilega í hugmyndafræðina á bak við reksturinn. Þetta er ekki bara spurning um fjölda stjórna, þetta er spurning um grunnhugmyndafræðina. Við erfum hana frá því fyrir hrun og það er það sem hefði þurft að taka fyrr upp.“ Þórunn segir að kröfurnar sem gerðar hafi verið á starfsfólk Hörpu hafi verið fáheyrðar. „Það hefur verið lagt gríðarlega mikið á starfsfólkið að fara inn í hálfklárað hús, opna það og eiga að skila tekjum frá fyrsta degi. Það er óþekkt í veröldinni. Þess vegna er svo margt í gagnrýninni núna sem ég hef átt von á. Starfsfólkið er þrátt fyrir allt það merkilegasta við Hörpu og það hefur staðið sig frábærlega, um það eru allir sem hér hafa komið fram sammála. Núna þurfum við öll að einbeita okkur að framtíðinni.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira