Innlent

Arnarvarp slakt en stofninn vex

Varp misfórst hjá meirihluta arnarpara en útlitið er betra en löngum.
Varp misfórst hjá meirihluta arnarpara en útlitið er betra en löngum.
Arnarvarpið 2012 var með slakasta móti. Vitað er um 21 par með 28 unga sem verða fleygir um miðjan ágúst. Varp misfórst hins vegar hjá meirihluta þeirra 45 arnarpara sem urpu í vor, segir á vef Náttúrufræðistofnunar.

Þetta er annað árið í röð sem arnarvarp gengur illa. Til lengri tíma litið eru þó góðar horfur með arnarstofninn eftir tiltölulega góða viðkomu undanfarin tíu ár. Stofninn er í vexti og nokkur pör hafa helgað sér óðal á nýjum stöðum eða tekið sér bólfestu á fornum setrum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×