Innlent

Vantar rök fyrir undanþágum

Myndin er úr safni. Drangey í Skagafirði.
Myndin er úr safni. Drangey í Skagafirði. Mynd/Jón Sigurður
Ýmsum spurningum er ósvarað í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir 2013 til 2024 að því er kemur fram í athugasemdum umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar.

„Ekki kemur fram hvernig bregðast skuli við smithættu á sóttmenguðum úrgangi sem flytja á á milli svæða," segir nefndin sem finnur að því að ekki komi fram hvernig kostnaðarskiptingu skuli háttað varðandi byggingu, rekstur og flutningskostnað úrgangs. Þá vilji nefndin vita hvaða rök liggi að baki því að afnema eigi undanþágu vegna afskekktra byggða. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×