Innlent

Solveig Lára vígð að Hólum

Sólveig Lára Guðmundsdóttir
Sólveig Lára Guðmundsdóttir
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir verður vígð til embættis vígslubiskups að Hólum í Hjaltadal á sunnudag.

Fulltrúar íslenskra kirkjudeilda eru boðnir til vígslunnar en þar að auki verða sex erlendir biskupar viðstaddir hana. Er um að ræða biskupa frá Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Englandi. Hefð er fyrir því að kirkjur í nágrannalöndum Íslands sendi fulltrúa til vígslna sem þessara.

Solveig Lára sigraði í kosningu um embættið í júní en hún tekur við af séra Jóni Aðalsteini Baldvinssyni.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×