Innlent

Brotist inn í grunnskólann

Brotist var inn í grunnskólann í Grindavík um helgina. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um atvikið og fóru lögreglumenn þegar á vettvang. Við vettvangsrannsókn kom í ljós að gluggi á norðurhlið hússins hafði verið spenntur upp. Töluverðar skemmdir eru á gluggakarmi eftir áhald sem notað var til verksins.

Ekki lá ljóst fyrir í gær hvort einhverju hefði verið stolið úr skólanum. Lögreglan biður þá sem upplýst gætu um mannaferðir að hafa samband í síma 420 1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×