Innlent

Afmælisvakan varir í tíu daga

Margir listviðburðir verða á Afmælisvöku Akureyrar.
Margir listviðburðir verða á Afmælisvöku Akureyrar.
Akureyrarbær verður 150 ára þann 29. ágúst næstkomandi. Af því tilefni er efnt til tíu daga Afmælisvöku Akureyrar frá 24. ágúst til 2. september.

Í tilkynningu frá bænum segir að megináherslan verði á ungu kynslóðina um opnunarhelgina. Á afmælisdaginn sjálfan muni skólabörn gefa bænum einstaka afmælisgjöf og Afmæliskór Akureyrar flytja ný verk nokkurra tónskálda sem tengjast bænum. Seinni helgina verði ýmsir listviðburðir. Á tónleikum í Gilinu komi fram Akureyrarhljómsveitir liðinna ára, meðal annars Baraflokkurinn. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×