Stjórnarskrá Íslands ramminn sem hélt 2. ágúst 2012 04:30 Vigdís Finnbogadóttir, forveri Ólafs Ragnars í embætti forseta Íslands, heilsaði forsetahjónunum eftir að Ólafur sór embættiseið á Alþingi í gær .Fréttablaðið/Stefán Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fimmta skipti í gær. Sagði fimm kosningar frá hruni sýna kosti stjórnarskrárinnar en minntist ekki á kosningar til stjórnlagaráðs. Vill að kjörnir fulltrúar láti af átökum. Íslenska stjórnarskráin er rammi sem hefur haldið í gegnum tíðina og veitti á síðustu árum svigrúm til að mæta kröfum mótmælenda með því að gera upp mál með þjóðaratkvæðagreiðslum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í ræðu eftir að hann sór embættiseið í fimmta skipti á Alþingi í gær. „Það sýnir kosti þeirrar stjórnarskrár sem þjóðin sameinaðist um við lýðveldisstofnun að í kjölfar bankahrunsins veitti hún fólkinu í landinu fimm sinnum vald til að kveða upp sinn dóm: í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna, í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og í nýlegu forsetakjöri,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann minntist hins vegar ekki á sjöttu kosningarnar sem haldnar hafa verið frá hruni, þegar þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing, sem Hæstiréttur dæmdi raunar ólögmætar. Ólafur vék þó að yfirlýstum tilgangi með þeim kosningum, að breyta stjórnarskránni. „Íslendingar hafa ávallt borið gæfu til að ná víðtækri samstöðu um breytingar á stjórnarskrá, skapa einhug sem í aðdraganda aldamóta birtist við afnám deildaskiptingar Alþingis, mótun nýs kafla um mannréttindi og breytta tilhögun þingrofsins.“ Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga að taka höndum saman og láta af átökum, sagði Ólafur Ragnar, sem sagði þjóðina biðja um slík þáttaskil. „Þjóðin vill geta treyst Alþingi og öðrum stofnunum lýðveldisins.Samstaða um hin stærstu mál í stað sífellds ágreinings er vísasti vegurinn til að endurvekja traustið sem löggjafanum er nauðsynlegt,“ sagði Ólafur. „Því heiti ég á þessari stundu á okkur öll, sem sækjum umboð til þjóðarinnar, heiti á Alþingi og sveitarstjórnir, alla sem kjörnir eru til ábyrgðar, að við tökum upp nýja siði, látum átökin víkja og röðum verkefnum á þann veg að breiður stuðningur verði að baki ákvörðunum.“brjann@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fimmta skipti í gær. Sagði fimm kosningar frá hruni sýna kosti stjórnarskrárinnar en minntist ekki á kosningar til stjórnlagaráðs. Vill að kjörnir fulltrúar láti af átökum. Íslenska stjórnarskráin er rammi sem hefur haldið í gegnum tíðina og veitti á síðustu árum svigrúm til að mæta kröfum mótmælenda með því að gera upp mál með þjóðaratkvæðagreiðslum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í ræðu eftir að hann sór embættiseið í fimmta skipti á Alþingi í gær. „Það sýnir kosti þeirrar stjórnarskrár sem þjóðin sameinaðist um við lýðveldisstofnun að í kjölfar bankahrunsins veitti hún fólkinu í landinu fimm sinnum vald til að kveða upp sinn dóm: í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna, í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og í nýlegu forsetakjöri,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann minntist hins vegar ekki á sjöttu kosningarnar sem haldnar hafa verið frá hruni, þegar þjóðin kaus fulltrúa á stjórnlagaþing, sem Hæstiréttur dæmdi raunar ólögmætar. Ólafur vék þó að yfirlýstum tilgangi með þeim kosningum, að breyta stjórnarskránni. „Íslendingar hafa ávallt borið gæfu til að ná víðtækri samstöðu um breytingar á stjórnarskrá, skapa einhug sem í aðdraganda aldamóta birtist við afnám deildaskiptingar Alþingis, mótun nýs kafla um mannréttindi og breytta tilhögun þingrofsins.“ Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga að taka höndum saman og láta af átökum, sagði Ólafur Ragnar, sem sagði þjóðina biðja um slík þáttaskil. „Þjóðin vill geta treyst Alþingi og öðrum stofnunum lýðveldisins.Samstaða um hin stærstu mál í stað sífellds ágreinings er vísasti vegurinn til að endurvekja traustið sem löggjafanum er nauðsynlegt,“ sagði Ólafur. „Því heiti ég á þessari stundu á okkur öll, sem sækjum umboð til þjóðarinnar, heiti á Alþingi og sveitarstjórnir, alla sem kjörnir eru til ábyrgðar, að við tökum upp nýja siði, látum átökin víkja og röðum verkefnum á þann veg að breiður stuðningur verði að baki ákvörðunum.“brjann@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira