Innlent

Skálinn að Stöng er úreltur

Skálinn að Stöng var byggður 1957 en þjónar ekki tilgangi sínum lengur.
Skálinn að Stöng var byggður 1957 en þjónar ekki tilgangi sínum lengur.
Efnt verður til hugmyndasamkeppni um hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa við Stöng í Þjórsárdal. Fornleifavernd ríkisins stendur fyrir keppninni í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands.

Verkefninu er ætlað að uppfylla þjóðminjalög og auka aðgengi almennings að minjunum. Þá verður lögð áhersla á verndun minjanna svo hægt sé að skila þeim í góðu ástandi til komandi kynslóða.

Skálinn sem reistur var yfir fornminjarnar að Stöng árið 1957 þjónar ekki tilgangi sínum lengur því gjóska og vatn eiga greiða leið að rústunum. Við Stöng eru einnig fleiri minjar sem ekki eru varðar og bót verður að gera á.

Með verkefninu er minjastaður á Íslandi í fyrsta sinn hannaður heildrænt með hliðsjón af umhverfisþáttum. Þá er það markmiðið að nýta megi vinningstillöguna í fleiri verkefni af svipuðum toga.

Rústir Stangar voru fyrstu fornleifarnar sem byggt var yfir á Íslandi og gerðar aðgengilegar fyrir ferðamenn. Það var gert árið 1939 og svo aftur 1957.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×