Innlent

Fara yfir öryggisleit á Leifsstöð

Ráðherra hefur boðað yfirferð á framkvæmd öryggisleitar í Leifsstöð.
Ráðherra hefur boðað yfirferð á framkvæmd öryggisleitar í Leifsstöð.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst fara yfir fyrirkomulag öryggisleitar á Keflavíkurflugvelli til að skera úr um hvort lengra sé gengið í þessum málum hér á landi en annars staðar. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Túristi.is.

Vefurinn hefur undanfarið vakið athygli á að lengra virðist gengið í öryggisskoðun á Keflavíkurflugvelli en víðast hvar annars staðar. Meðal annars sé þess krafist að allir farþegar fari úr skófatnaði þegar farið er í gegnum öryggisleit án þess að sérstök krafa sé gerð til slíks, hvorki hjá flugmálayfirvöldum í öðrum löndum eða flugfélögum.

Túristi.is hefur eftir Ögmundi að hann kannist af eigin raun við að það sé misjafnt eftir flugvöllum hvort farþegar séu látnir fara úr skóm eða ekki við öryggisleit fyrir flugferð. Því muni hann funda með Flugmálastjórn og Isavia til að skera úr um hvort hér sé óþarflega langt gengið við öryggisleit. Á vefnum kemur fram að á Norðurlöndunum og á helstu flugvöllum í Evrópu séu farþegar sjaldnast skyldaðir til að fara úr skóm. Í Bandaríkjunum hafi svo reglur verið rýmkaðar nýlega þannig að börn yngri en tólf ára og eldri borgarar yfir 75 ára aldri þurfa ekki að fara úr skóm.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×