Innlent

Hraktir á land og síðan burt

Hvalirnir virtust vera í æti.
Hvalirnir virtust vera í æti. Mynd/Guðmundur Bjarki
„Þetta var alveg ótrúlegt að sjá,“ segir Guðmundur Bjarki Halldórsson sem í gærmorgun varð vitni að því er yfir tvö hundruð dýra grindhvalavaða athafnaði sig fáa tugi metra frá landi á Akranesi.

Guðmundur segir skoðunarbát hafa farið of nærri hvölunum. „Það fór allt á fullt og þeir stefndu að landi,“ lýsir hann. Þrír hvalanna strönduðu en var bjargað á flot aftur af tveimur mönnum. Fjölda fólks dreif að og fylgdist með. Guðmundur segir að tekist hafi að stugga hvölunum á öruggari slóðir með því að nokkrir bátar náðu að sigla inn fyrir vöðuna. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×