Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt 10. júlí 2012 07:00 Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. „Þetta heftir alla umferð til og frá Vesturlandi og höfuðborginni," segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps sem krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna á svæðinu hefur verið aflað eins og lög geri ráð fyrir. Vegagerðin bannaði 8. júní síðastliðinn umferð vöruflutningabíla yfir átta tonnum um þjóðgarðinn og einnig allra ökutækja með vatnsspillandi og hættulegan farm. Umferð hópferðabíla er þó áfram leyfð, óháð þyngd. „Það er ekki eins og það séu hundrað flutningabílar á dag. Við erum að tala um einn og einn," segir Ingibjörg sem kveður mikið óhagræði af þessu fyrir verktaka í sveitunum í kring. Sömuleiðis fyrir verktaka í Borgarfirði sem vilja stytta sér leið yfir Uxahryggi á kvöldin og nóttunni yfir sumartímann. Þá bendir Ingibjörg á að varla sé betra að beina þessari umferð um Grafning því vegurinn þar sé illa farinn og beri slíka þungaflutninga alls ekkert betur en vegurinn um þjóðgarðinn. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að við byggingu Lyngdalsheiðarvegar hafi verið nefnt að til slíkra takmarkana gæti komið. Umferð flutningabíla um þjóðgarðinn hafi aukist eftir að vegurinn kom. „Vegurinn í þjóðgarðinum er ekki hannaður fyrir slíka þungaumferð," segir G. Pétur sem kveður takmarkanirnar einnig settar á að ósk þjóðgarðsvarðar og þeirra sem hafi með þjóðgarðinn að gera. „Þar að auki er hann á heimsminjaskránni og menn hafa ekki viljað taka óþarfa áhættu með því að fara með spilliefni þar í gegn." Ingibjörg segir vekja undrun að hvaða rúta sem er, hversu þung sem hún er, megi keyra um þjóðgarðinn þegar venjulegum flutningabílum sé bannað að fara þar um. G. Pétur segir að það séu ekki einstaka bílar sem skipti öllu máli fyrir álagið á veginn heldur líka heildarmagn umferðarinnar. „Það verður að vera einhver skynsemi í því sem menn eru að gera. Þjóðgarðurinn er náttúrulega viðkomustaður ferðamanna. Þess vegna er sú leið farin að heimila þeim að fara en ekki vöruflutningunum." Ingibjörg kveðst skilja að menn vilji ekki risastóra flutningabíla og flutninga með eldsneyti um þjóðgarðinn en telur of langt gengið. „Til hvers var verið að eyða fleiri hundruð milljónum í að búa til Lyngdalsheiðarveg ef svo má ekki keyra þetta?" segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira