Steingrímur í stað Oddnýjar 7. júlí 2012 05:00 steingrímur j. sigfússon Steingrímur J. Sigfússon tók í gær við starfi Oddnýjar G. Harðardóttur sem starfandi iðnaðarráðherra fyrir Katrínu Júlíusdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur undirritað forsetaúrskurði um breytingar á ráðuneytum, en þær taka gildi 4. september. Steingrímur hefur nú umboð til að vinna að stofnun nýs atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, en inn í það renna að hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneytið að fullu. Þá verða einnig til umhverfis- og auðlindaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Steingrímur segir að nú fari í gang undirbúningur nýja ráðuneytisins, ræða þurfi við starfsfólk og skoða húsnæðismál, en stefnt er að því að ráðuneytið verði undir einu þaki. „Það verður líklegast í sjávarútvegshúsinu, það er stærsta húsið og þar er þegar svolítið laust húsnæði.“ Steingrímur segir að öllum starfsmönnum verði boðin störf, en viðbúið sé að það fækki í efsta laginu hjá ráðuneytis- og skrifstofustjórum. „Það var hárrétt að fara í þessar breytingar og fækka ráðuneytunum úr tólf í átta. Þau hafa orðið stærri og öflugri og líkari hvoru öðru að stærð.“ Steingrímur er því í dag sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra. Raunar er hann einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur.- kóp Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon tók í gær við starfi Oddnýjar G. Harðardóttur sem starfandi iðnaðarráðherra fyrir Katrínu Júlíusdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur undirritað forsetaúrskurði um breytingar á ráðuneytum, en þær taka gildi 4. september. Steingrímur hefur nú umboð til að vinna að stofnun nýs atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, en inn í það renna að hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneytið að fullu. Þá verða einnig til umhverfis- og auðlindaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Steingrímur segir að nú fari í gang undirbúningur nýja ráðuneytisins, ræða þurfi við starfsfólk og skoða húsnæðismál, en stefnt er að því að ráðuneytið verði undir einu þaki. „Það verður líklegast í sjávarútvegshúsinu, það er stærsta húsið og þar er þegar svolítið laust húsnæði.“ Steingrímur segir að öllum starfsmönnum verði boðin störf, en viðbúið sé að það fækki í efsta laginu hjá ráðuneytis- og skrifstofustjórum. „Það var hárrétt að fara í þessar breytingar og fækka ráðuneytunum úr tólf í átta. Þau hafa orðið stærri og öflugri og líkari hvoru öðru að stærð.“ Steingrímur er því í dag sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra. Raunar er hann einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur.- kóp
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira