Innlent

Bréfasendingar dragast saman

Bréfasendingar hafa dregist verulega saman á síðustu árum.
Bréfasendingar hafa dregist verulega saman á síðustu árum. Fréttablaðið/Hörður
Almennar bréfasendingar á Íslandi hafa dregist saman um þriðjung frá árinu 2005, að því er fram kemur í nýútkominni ársskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS).

Árið 2005 voru sendar 52 milljónir bréfa undir 50 grömmum að þyngd, en í fyrra voru bréfin rúmar 35 milljónir. Íslandspóstur hefur einkarétt á þeirri þjónustu.

PFS áætlar að fækkunin haldi enn áfram og 32,5 milljónir bréfa verði sendar í ár, sem samsvarar 7,5 prósenta samdrætti.

PFS segir að innan tíðar þurfi að ákveða hvort og þá hvernig hægt verður að afnema einkarétt á þjónustunni. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×