Innlent

Herdís segir ummæli röng

Vísir í júlí árið 1977.
Vísir í júlí árið 1977.
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi segir að ummæli hennar í Vísi árið 1977 séu ekki rétt eftir henni höfð. Svar hennar við því hver hennar fyrstu viðbrögð yrðu ef hingað til lands flyttust 10 þúsund svertingjar má sjá hér fyrir ofan.

Herdís segir að blaðamaður Vísis hafi afbakað ummæli hennar. „Ég man vel eftir þessu. Svar mitt var: „Fáránleg spurning. Ég ætla ekki að svara eins og ríkisstjóri Alabama, George Wallace, ku hafa sagt: „Ég mundi senda þá á lekum bát aftur út á haf."," segir Herdís.

Hún segist hafa kvartað yfir þessu við blaðamann á sínum tíma enda sé áhugi hennar á mannréttindum ekki nýtilkominn. -kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×